Erindi dags. 10.04.2013 þar sem Sigurður Ásbjörnsson frir hönd Skipulagsstofnunar, óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um frummatsskýrslu vegna Jökuldalsvegar (923) um Hrafnkelsdal.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við frummatsskýrsluna.
Samþykkt með fjórum greiddum athvæðum (HJ, ÁK, JG og ÞH) einn sat hjá (EK).
Erindi dags. 10.04.2013 þar sem Sigurður Ásbjörnsson fyrir hönd Skipulagsstofnunar, óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um frummatsskýrslu vegna Jökuldalsvegar (923) um Hrafnkelsdal.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við frummatsskýrsluna, en mun taka málið til nánari athugunar þegar endanlegt mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir.
Umhverfis- og héraðsnefnd gerir ekki athugasemd við frummatsskýrsluna en leggur áherslu á að öllu raski við framkvæmdina verði haldið í lágmarki þar sem að vegurinn liggur um svæði á náttúruminjaskrá og menningarminjasvæði. Nefndin mun taka málið til nánari athugunar þegar endanlegt mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn hefur áður tekið afstöðu til frummatsskýrslunnar á fundi sínum 8. maí sl. Fullt samræmi er á milli þeirrar bókunar og bókunar umhverfis- og héraðsnefdar nú. Bæjarstjórn samþykkir að framvegis verði gögn og erindi er varða mat á umhverfisáhrifum lögð fyrir umhverfis- og héraðsnefnd og skipulags- og mannvirkjanefnd, áður en bæjarstjórn afgreiðir þau endanlega.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við frummatsskýrsluna.
Samþykkt með fjórum greiddum athvæðum (HJ, ÁK, JG og ÞH) einn sat hjá (EK).