Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs

94. fundur 24. apríl 2013 kl. 17:00 - 20:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Hafsteinn Jónasson formaður
  • Jónas Guðmundsson aðalmaður
  • Árni Kristinsson aðalmaður
  • Þórhallur Harðarson aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir varamaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundi framhaldið frá 24.04.2013.

1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 119

Málsnúmer 1304016

Skipulags- og mannvirkjanefnd staðfestir fundargerðina.

1.1.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201302068

Staðfest

1.2.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201303006

Staðfest

1.3.Eyvindará 2,umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201210040

Staðfest

1.4.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar og/eða veitingu veitinga

Málsnúmer 201304072

Staðfest

1.5.Umsókn um byggingarleyfi/þak á bílskúr

Málsnúmer 201302091

Staðfest

1.6.Teikningar af arni.

Málsnúmer 201304090

Staðfest

2.Sláttur opinna svæða 2013

Málsnúmer 201301155

Umhverfis- og héraðsnefnd óskar eftir umsögn skipulags- og mannvirkjanefndar um málið. Verkefnastjóri umhverfismála fer yfir stöðuna og kynnir hugmyndir um slátt sumarið 2013.
Málið var áður á dagskrá 13.03.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við kaup á umræddri sláttuvél, sem umhverfis- og héraðsnefnd hefur ákveðið að kaupa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Eftirlitsskýrslur Heilbrigðiseftirlits 2013

Málsnúmer 201301099

Lögð er fram eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands dags.10.04.2013 vegna Brúarásskóla, ásamt Starfsleyfi fyrir skólastarfsemi að Brúarási og samsvarandi skýrsla fyrir Hallormsstaðaskóla ásamt starfsleyfi fyrir skólastarfssemi að Hallormsstað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa að gera úrbætur í samræmi við framlagða skýrslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Skipulagsskilmálar varðandi grunnskóla í deiliskipulagi

Málsnúmer 201304065

Lagt er fram erindi frá Skipulagsstofnun þar sem vakin er athygli á eftirfarandi: Ef sveitarstjórn ákveður að grunnskólar sveitarfélagsins skuli aðeins þjónusta ákveðna árganga grunnskólabarna, skal það koma fram í skilmálum með deiliskiplagi, samanber rökstuðning umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Lagt fram til kynningar.

5.Flokkun sundlauga

Málsnúmer 201304042

Erindi dagsett 04.04.2013 þar sem fram kemur að sundlaugin á Hallormsstað uppfylli ekki ákvæði reglugerðar nr.814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.

Eftrfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa að skila úttektar- og ástandsskýrslu fyrir sundlaugina og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Húsfélag Hlymsdala

Málsnúmer 201304078

Erindi dagsett 15.04.2013 þar sem Jónina Salný Guðmundsdóttir fyrir hönd húsfélags Miðvangs 6, ítrekar beiðni til Fljótsdalshéraðs um að komið verði í veg fyrir þann hávaða sem skapast þegar borðum og stólum er ýtt til í Hlymsdölum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að gerð verði tilraun með að færa aðra gerð stóla í eigu sveitarfélagsins í Hlymsdali. Nefndin telur að notkun Hlymsdala eigi að miðast við félagsstarf eldriborgara.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Bílastæði við Miðvang 6

Málsnúmer 201304079

Erindi dagsett 15.04.2013 þar sem Jónina Salný Guðmundsdóttir fyrir hönd húsfélags Miðvangs 6, þar sem óskað er eftir að minigólfinu, norðan við Hlymsdali, yrði fundinn annar staður og komið væri fyrir bílastæðum á því svæði. Einnig að sett yrði upp einstefnuskilti við inná keyrslu og útafakstur bílastæða vestan við húsið.

Málið er í vinnslu.

8.Umsókn um stöðuleyfi vegna skúrbyggingar yfir dælubrunn

Málsnúmer 201303079

Erindi í tölvupósti dags.14.03.2013 þar sem Andri Guðlaugsson fyrir hönd Hitaveitu Egilsstaða og Fella kt.470605-1110, sækir um ótímabundið stöðuleyfi fyrir skúrbyggingu yfir dælubrunn, sem stendur við gatnamót Hamragerðis og Bláargerðis. Fyrir liggur teikning af skúrnum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem byggingarreglugerðin heimilar ekki stöðuleyfi fyrir fyrirhugaðri byggingu, þá samþykkir Skipulags- og manvirkjanefnd að fela skipulags og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir skúrnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Beiðni um leyfi til að leigja íbúð í Miðgarði 6

Málsnúmer 201304083

Erindi í tölvupósti dags. 16.04.2013 þar sem Jóhanna Fjóla Kristjánsdóttir kt.0409606359 og Ágúst Waltersson kt.090350-3669 sækja um leyfi til að selja gistingu í íbúð sinni að Miðgarði 6, Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Jökuldalsvegur(923)um Hrafnkelsdal

Málsnúmer 201304074

Erindi dags. 10.04.2013 þar sem Sigurður Ásbjörnsson frir hönd Skipulagsstofnunar, óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um frummatsskýrslu vegna Jökuldalsvegar (923) um Hrafnkelsdal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við frummatsskýrsluna.

Samþykkt með fjórum greiddum athvæðum (HJ, ÁK, JG og ÞH) einn sat hjá (EK).

11.Reiðvegur Fossgerði Randaberg

Málsnúmer 201209021

Fyrir liggur tillaga að breyttri legu á reiðveginum frá Fossgerði að Randabergi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða legu reiðvagarins og felur skipulags-og byggingarfulltrúa að leita eftir samþykki þeirra landeigenda, sem hagsmuna eiga að gæta.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi frestað kl. 18:00 til föstudagsins 26.04.2013 kl. 15:00

12.Lagarás 2-12, deiliskipulag

Málsnúmer 200803034

Erindi dags.08.04.2013 þar sem Inga Björk Dagfinnsdóttir fyrir hönd Skipulagsstofnunar, ítrekar fyrri fyirmæli varðandi umsögn sveitarfélagsins vegna athugasemda frá 13. janúar 2013. Lögð er fram tillaga að svörum við framkomnum athugasemdum dags. 26.04.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir framlögð svör.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Brávellir 10, umsókn um sölu gistingar

Málsnúmer 201304107

Erindi í tölvupósti dagsett 15.04.2013 þar sem Emil Bjarkar Björnsson kt.300451-3499, óskar eftir leyfi til að selja gistingu/skammtímaleigu að Brávöllum 10, Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Stóri Bakki, reiðvegur

Málsnúmer 201304108

Erindi í tölvupósti dagsett 27.03.2013 þar sem Benedikt Snorrason kt.290582-4749 hvort megi setja reiðveg meðfram Hróarstunguvegi við Stóra-Bakka, vegna fyrirhugaðra framkvæmda Vegagerðarinnar, en Vegagerðin hyggst leggja bundið slitlag á veginn við Stóra-Bakka.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu þar sem ekki hafa borist gögn frá Vegagerðinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Deiliskipulag flugvallarsvæði

Málsnúmer 201012090

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Á 80. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar 26.09.2012 var tekið fyrir til afgreiðslu tillaga að deiliskipulagi flugvallarsvæðisins, málsnúmer 201012090, Tillagan var auglýst samkvæmt 41.gr.skipulagslaga nr.123/2010 frá 10.maí til 21.júní 2012 ásamt umhverfisskýrslu. Fyrir fundinum lágu athugasemdir, umsagnir, undirskriftarlisti afhentur 21.06.2012 og tillaga um svör við athugasemdum og umsögnum, sem heitir "Athugasemdir og svör dags. 24.09.2012".

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Svör við athugasemdum voru send öllum sem athugasemdir gerðu, en vegna mistaka þá voru svörin ekki send fulltrúa undirskriftalistans, fyrr en það var upplýst, er beðist velvirðingar á því.
Hvort að sveitarstjórnum sé skylt að senda þeim sem skrifuðu undir undirskriftalista, er ekki skýrt í lögum, sbr. álit umboðsmanns Alþingis nr. 4436/2005, þar sem umboðsmaður gerir greinarmun á þeim sem senda formlegar athugasemdir beint til bæjarins og þeim sem setja nafn sitt a undirskriftalista.
Hitt er að samkvæmt 41.gr. skipulagslaga nr.123/210, er skylt að auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar, hafi borist athugasemdir. Það fórst fyrir og er það miður.
Nefndin vekur athygli á að bréf það sem vitnað er í, um fund sem haldinn var 11. mars með bæjarstjóra, er ekki unnið af starfsmönnum sveitarfélagsins, heldur er um að ræða formlegt erindi til bæjarráðs.

Kannaður var hugur Ísavía til göngustígs meðfram Eyvindará og Lagarfljóti og var því alfarið hafnað, en eru tilbúin að fara í viðræður við sveitarfélagið um tilhögun og fyrirkomulag göngustígs sem samræmist öryggisreglum flugvallarins, en kostnaður vegna hans verði alfarið sveitarfélagsins.
Verði hugmynd um göngustíg umhverfis flugvöllinn unnin áfram, verður það gert í samráði við Ísavía, landeiganda og sveitarfélagið og verður þá gerð breyting á gildandi deiliskipulagi.
Nefndin vekur athygli á að þetta er dýr framkvæmd og ekki fyrirsjáanlegt að sveitarfélagið hafi bolmagn í svona verkefni á næstu árum.

Til að koma til móts við athugasemdir um að ekki væri göngustígur umhverfis flugvöllinn, þá var eftirfarandi bætt inn í greinargerðina:
"Ekki verður hindruð umferð gangandi manna meðfram Eyvindará né Lagarfljóti, samkvæmt ákv. 2.gr. laga nr. 44/1999 um náttúruvernd."

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Endurskoðun aðalskipulags Fljótsdalshrepps

Málsnúmer 201212011

Erindi dagsett 27.03.2013 þar sem Gunnþórunn Ingólfsdóttir, fyrir hönd sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps, óskar eftir samstarfi við sveitarstjórn Fljótsdalshéraðs um að afmörkun náttúruverndarsvæðisins Ranaskógur og Gilsárgil, NM 618 í náttúruminjaskrá, verði breytt þannig að svæðið verði afmarkað eins og það var í upphafi.Málið var áður á dagskrá 10.04.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að vísa málinu til bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.SogM, fjárfestingar og fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201304063

Fjárhagsáætlun skipulags- og mannvirkjanefndar 2014.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun. Nefndin minnir jafnframt á fyrri bókun nefndaarinnar varðandi starfsmannahald á sviðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Umsókn um byggingarleyfi/viðbygging við sumarhús

Málsnúmer 201304114

Erindi dagsett 18.04.2013 þar sem Magnús Ingólfsson kt.240940-7019, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við sumarhús sitt á lóð nr. 2 í Höfðalandi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Miðvangur 8-10/uppbygging

Málsnúmer 201304121

Erindi dagsett 18.04.2013 þar sem Böðvar Bjarnason kt.301065-5239 og Stefán Sigurðsson kt.170766-2969, kynna áform um byggingu á lóðinni Miðvangur 6-10, Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að óska eftir fundi með bréfriturum. Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

20.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201304126

Erindi dagsett 18.04.2013 þar sem Sigríður Magnúsdóttir kt.260362-6589 fyrir hönd Yls ehf. kt.430497-2199, óskar eftir byggingarleyfi fyrir sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti á lóðinni Fagradalsbraut 15, Egilsstöðum samkvæmt meðfylgjandi teikningum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

21.Fossgerði lóð 2, tilfærsla á reiðvegi

Málsnúmer 201304135

Til umræðu eru áform Hesteigendafélagsins í Fossgerði, um tilfærslu á reiðvegi.

Efitfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fresta málinu til næsta reglulega fundar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fundi frestað til föstudagsins 16.04.2013 kl.15:00

Fundi slitið - kl. 20:00.