Deiliskipulag flugvallarsvæði

Málsnúmer 201012090

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 230. fundur - 10.04.2013

Lagðir fram punktar sem fram komu á fundi með bæjarstjóra, skipulags- og byggingarfulltrúa og fulltrúum áhugahóps um göngustíg umhverfis Egilsstaðaflugvöll, sem haldinn var 11. mars sl. Einnig lögð fram greinargerð með athugasemdum við deiliskipulag fyrir flugvallarsvæðið á Egilsstaðanesi, dags. 5. júní 2012.

Gunnar Jónsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

Minnisblaðið lagt fram til kynningar. Málefni þau sem tæpt er á í því eru til afgreiðslu í skipulags- og mannvirkjanefnd og er minnisblaðinu vísað þangað til að hafa til hliðsjónar við vinnslu málsins.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 93. fundur - 10.04.2013

Erindi Þórhalls Pálssonar kt.160152-3899 þar sem gerð er athugasemd við málsmeðferð á tillögu um deiliskipulag fyrir flugvöllinn á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu til næsta reglulega fundar nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 94. fundur - 24.04.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Á 80. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar 26.09.2012 var tekið fyrir til afgreiðslu tillaga að deiliskipulagi flugvallarsvæðisins, málsnúmer 201012090, Tillagan var auglýst samkvæmt 41.gr.skipulagslaga nr.123/2010 frá 10.maí til 21.júní 2012 ásamt umhverfisskýrslu. Fyrir fundinum lágu athugasemdir, umsagnir, undirskriftarlisti afhentur 21.06.2012 og tillaga um svör við athugasemdum og umsögnum, sem heitir "Athugasemdir og svör dags. 24.09.2012".

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Svör við athugasemdum voru send öllum sem athugasemdir gerðu, en vegna mistaka þá voru svörin ekki send fulltrúa undirskriftalistans, fyrr en það var upplýst, er beðist velvirðingar á því.
Hvort að sveitarstjórnum sé skylt að senda þeim sem skrifuðu undir undirskriftalista, er ekki skýrt í lögum, sbr. álit umboðsmanns Alþingis nr. 4436/2005, þar sem umboðsmaður gerir greinarmun á þeim sem senda formlegar athugasemdir beint til bæjarins og þeim sem setja nafn sitt a undirskriftalista.
Hitt er að samkvæmt 41.gr. skipulagslaga nr.123/210, er skylt að auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar, hafi borist athugasemdir. Það fórst fyrir og er það miður.
Nefndin vekur athygli á að bréf það sem vitnað er í, um fund sem haldinn var 11. mars með bæjarstjóra, er ekki unnið af starfsmönnum sveitarfélagsins, heldur er um að ræða formlegt erindi til bæjarráðs.

Kannaður var hugur Ísavía til göngustígs meðfram Eyvindará og Lagarfljóti og var því alfarið hafnað, en eru tilbúin að fara í viðræður við sveitarfélagið um tilhögun og fyrirkomulag göngustígs sem samræmist öryggisreglum flugvallarins, en kostnaður vegna hans verði alfarið sveitarfélagsins.
Verði hugmynd um göngustíg umhverfis flugvöllinn unnin áfram, verður það gert í samráði við Ísavía, landeiganda og sveitarfélagið og verður þá gerð breyting á gildandi deiliskipulagi.
Nefndin vekur athygli á að þetta er dýr framkvæmd og ekki fyrirsjáanlegt að sveitarfélagið hafi bolmagn í svona verkefni á næstu árum.

Til að koma til móts við athugasemdir um að ekki væri göngustígur umhverfis flugvöllinn, þá var eftirfarandi bætt inn í greinargerðina:
"Ekki verður hindruð umferð gangandi manna meðfram Eyvindará né Lagarfljóti, samkvæmt ákv. 2.gr. laga nr. 44/1999 um náttúruvernd."

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 177. fundur - 08.05.2013

Á 80. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar 26.09.2012 var tekið fyrir til afgreiðslu tillaga að deiliskipulagi flugvallarsvæðisins, málsnúmer 201012090, Tillagan var auglýst samkvæmt 41.gr.skipulagslaga nr. 123/2010 frá 10. maí til 21. júní 2012 ásamt umhverfisskýrslu. Fyrir fundinum lágu athugasemdir, umsagnir, undirskriftarlisti afhentur 21.06.2012 og tillaga um svör við athugasemdum og umsögnum, sem heitir "Athugasemdir og svör dags. 24.09.2012".


Svör við athugasemdum voru send öllum sem athugasemdir gerðu, en vegna mistaka þá voru svörin ekki send fulltrúa undirskriftalistans á sama tíma, og er beðist velvirðingar á því.
Hvort að sveitarstjórnum sé skylt að senda þeim svör sem skrifa undir undirskriftalista, er ekki skýrt í lögum, sbr. álit umboðsmanns Alþingis nr. 4436/2005, þar sem umboðsmaður gerir greinarmun á þeim sem senda formlegar athugasemdir beint til bæjarins og þeim sem setja nafn sitt á undirskriftalista.
Hitt er að samkvæmt 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010, er skylt að auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar, hafi borist athugasemdir. Það fórst fyrir og er það miður.
Nefndin vekur athygli á að bréf það sem vitnað er í, um fund sem haldinn var 11. mars með bæjarstjóra, er ekki unnið af starfsmönnum sveitarfélagsins, heldur er um að ræða formlegt erindi til bæjarráðs.

Kannaður var hugur Isavia til göngustígs meðfram Eyvindará og Lagarfljóti og var því alfarið hafnað, Forsvarsmenn Isavia eru þó tilbúnir að fara í viðræður við sveitarfélagið um tilhögun og fyrirkomulag göngustígs sem samræmist öryggisreglum flugvallarins, en kostnaður vegna hans verði alfarið sveitarfélagsins.
Verði hugmynd um göngustíg umhverfis flugvöllinn unnin áfram, verður það gert í samráði við Ísavía, landeiganda og sveitarfélagið og verður þá gerð breyting á gildandi deiliskipulagi.
Nefndin vekur athygli á að þetta er dýr framkvæmd og ekki fyrirsjáanlegt að sveitarfélagið hafi bolmagn í svona verkefni á næstu árum.

Til að koma til móts við athugasemdir um að ekki væri göngustígur umhverfis flugvöllinn, þá var eftirfarandi bætt inn í greinargerðina:
"Ekki verður hindruð umferð gangandi manna meðfram Eyvindará né Lagarfljóti, samkvæmt ákv. 2. gr. laga nr. 44/1999 um náttúruvernd."

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir bókun og afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar á framangreindu erindi.

Samþykkt með 8 atkvæðum, en 1 var fjarverandi (GJ)