Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs

93. fundur 10. apríl 2013 kl. 17:00 - 21:37 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Hafsteinn Jónasson formaður
  • Sigvaldi H Ragnarsson varaformaður
  • Jónas Guðmundsson aðalmaður
  • Árni Kristinsson aðalmaður
  • Þórhallur Harðarson aðalmaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Ársskýrsla heilbrigðiseftirlits Austurlands 2012

Málsnúmer 201304012Vakta málsnúmer

Lögð er fram ársskýrsla heilbrigðiseftirlits Austurlands 2012, sem samþykkt var á fundi Heilbrigðisnefndar Austurlands 20.03.2013.

Lagt fram til kynningar.

2.Brúarásskóli orkumál

Málsnúmer 201304015Vakta málsnúmer

Lögð er fram bókun bæjarráðs, þar sem farið er fram á að skipulags- og mannvirkjanefnd kanni möguleika á að finna hagstæðari og umhverfisvænni leiðir til húshitunar í Brúarásskóla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kann þá möguleika, sem fyrir hendi eru.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Aðalfundur húsfélagsins Miðvangi 6

Málsnúmer 201304002Vakta málsnúmer

Lagður er fram ársreikningur húsfélagsins Miðvangi 6, fyrir árið 2012.

Lagt fram til kynningar.

4.Umsókn um leyfi til að setja upp upplýsingaskilti

Málsnúmer 201303152Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25.03.2013 þar sem Hilmar Sigurjónsson kt.091151-4219 fyrir hönd Félags Húseigenda í Úlfsstaðaskógi, sækir um leyfi til að setja upp auglýsingaskilti hægra megin vegar upp að sumahúsasvæðunum í Úlfsstaðaskógi og Einarsstöðum. Fyrir liggur afstöðumynd og mynd af skiltinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Suðursvæði afvötnun

Málsnúmer 201304017Vakta málsnúmer

Til umræðu er tillag um skurðakerfi til afvötnunar á svæðinu sunnan við Hamra og Bláargerði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við landeiganda um fyrirhugaða framkvæmd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Fundargerð 108. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

Málsnúmer 201303146Vakta málsnúmer

Lögð er fram fundargerð 108. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands haldinn 20.03.2013.

Lagt fram til kynningar.

7.Deiliskipulag flugvallarsvæði

Málsnúmer 201012090Vakta málsnúmer

Erindi Þórhalls Pálssonar kt.160152-3899 þar sem gerð er athugasemd við málsmeðferð á tillögu um deiliskipulag fyrir flugvöllinn á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu til næsta reglulega fundar nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Endurskoðun aðalskipulags Fljótsdalshrepps

Málsnúmer 201212011Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27.03.2013 þar sem Gunnþórunn Ingólfsdóttir, fyrir hönd sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps, óskar eftir samstarfi við sveitarstjórn Fljótsdalshéraðs um að afmörkun náttúruverndarsvæðisins Ranaskógur og Gilsárgil, NM 618 í náttúruminjaskrá, verði breytt þannig að svæðið verði afmarkað eins og það var í upphafi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að afla frekari upplýsinga um málið og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.SogM, fjárfestingar og fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201304063Vakta málsnúmer

Lögð er tillaga um fjárfestingar 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir eftirfarandi verkefnalista fyrir árið 2014:

1) Gatnagerð nýframkvæmd kr. 40 milljónir.

2) Gatnagerð viðhald kr. 50 milljónir.

3) Göngustígar og gangstéttar nýframkvæmd kr. 13 milljónir.

4) Tjaldstæði nýframkvæmd kr. 12 milljónir.

5) Fasteignir nýframkvæmd kr. 36 milljónir.

6) Fasteignir viðhald kr. 25 milljónir.

Listinn er ekki forgangsraðaður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Deiliskipulag námu á Kollsstaðamóum

Málsnúmer 201304022Vakta málsnúmer

Lögð er fram lýsing á fyrirhuguð deiliskipulagi fyrir efnistökunámu á Kollsstaðamóum, Fljótsdalshéraði, dagsett 04.04.2013 samkvæmt 40.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

Efitfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir framlagða lýsingu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagnar Skipulagsstofnunar, öðrum umsagnaraðilum og kynna fyrir almenningi samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Kröflulína III, aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 201301260Vakta málsnúmer

Erindi dags. 26.02.2013 þar sem Jakob Gunnarsson, Skipulagsstofnun, óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um meðfylgjandi tillögu að matsáætlun ofangreindrar framkvæmdar skv.2.mgr.8.gr.laga nr.106/2000 m.s.br. og 15.gr.reglugerðar nr.1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum.

Sigvaldi H. Ragnarsson vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við matsáætlunina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umsókn um byggingarleyfi/breytingar

Málsnúmer 201304029Vakta málsnúmer

Erndi dagsett 05.04.2013 þar sem Óli Metúsalemsson kt.270754-4579, fyrir hönd Birgis Bragasonar kt.230265-5889, óskar eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við núverandi iðnaðarhús að Tjarnarási 8, Egilsstöðum. Fyrir liggja teikningar af viðbyggingunni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við lóðarhafa um aðra útfærslu viðbyggingar, sem fellur betur að þeirri byggingu, sem fyrir er.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201304045Vakta málsnúmer

Erndi dagsett 05.04.2013 þar sem Óli Grétar Metúsalemsson kt.270754-4579, fyrir hönd Emils Vilhjálmssonar kt.120449-3709, óskar eftir byggingarleyfi fyrir breytingu á núverandi þaki á íbúðarhúsinu að Laufási 7, Egilsstöðum. Fyrir liggja teikningar af breytingunni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kalla eftir frekari upplýsingum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 21:37.