Fjárhagsáætlun skipulags- og mannvirkjanefndar 2014. Eftirfarandi tillaga lögð fram: Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun. Nefndin minnir jafnframt á fyrri bókun nefndaarinnar varðandi starfsmannahald á sviðinu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn samþykkir að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar að fjárhagsáætlun 2014 verði vísað til bæjarráðs til frekari vinnslu.
Lögð er tillaga um fjárfestingar 2014.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir eftirfarandi verkefnalista fyrir árið 2014:
1) Gatnagerð nýframkvæmd kr. 40 milljónir.
2) Gatnagerð viðhald kr. 50 milljónir.
3) Göngustígar og gangstéttar nýframkvæmd kr. 13 milljónir.
4) Tjaldstæði nýframkvæmd kr. 12 milljónir.
5) Fasteignir nýframkvæmd kr. 36 milljónir.
6) Fasteignir viðhald kr. 25 milljónir.
Listinn er ekki forgangsraðaður.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.