SogM, fjárfestingar og fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201304063

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 93. fundur - 10.04.2013

Lögð er tillaga um fjárfestingar 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir eftirfarandi verkefnalista fyrir árið 2014:

1) Gatnagerð nýframkvæmd kr. 40 milljónir.

2) Gatnagerð viðhald kr. 50 milljónir.

3) Göngustígar og gangstéttar nýframkvæmd kr. 13 milljónir.

4) Tjaldstæði nýframkvæmd kr. 12 milljónir.

5) Fasteignir nýframkvæmd kr. 36 milljónir.

6) Fasteignir viðhald kr. 25 milljónir.

Listinn er ekki forgangsraðaður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 94. fundur - 24.04.2013

Fjárhagsáætlun skipulags- og mannvirkjanefndar 2014.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun. Nefndin minnir jafnframt á fyrri bókun nefndaarinnar varðandi starfsmannahald á sviðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 177. fundur - 08.05.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar að fjárhagsáætlun 2014 verði vísað til bæjarráðs til frekari vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 95. fundur - 15.05.2013

Fyrir liggur tillaga að forgangsröðun framkvæmda fyrir árið 2014.

Máið er í vinnslu, að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 97. fundur - 12.06.2013

Fyrir liggur rammaáætlun 2014, heildarskjal samþykkt í bæjarráði 30.05.2013.

Lagt fram til kynningar.