Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs

95. fundur 15. maí 2013 kl. 17:00 - 20:04 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Hafsteinn Jónasson formaður
  • Þórhallur Harðarson aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir varamaður
  • Páll Sigvaldason varamaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta tveimur liðum við dagskrána, sem eru: Lyngás 12, umsókn um stöðuleyfi og S og M fjárfestingar og fjárhagsáætlun 2014 og verða þeir liðir númer 14 og 15 í dagskránni.

1.Miðvangur 8-10/uppbygging

Málsnúmer 201304121

Erindi dagsett 18.04.2013 þar sem Böðvar Bjarnason kt.301065-5239 og Stefán Sigurðsson kt.170766-2969, kynna áform um byggingu á lóðinni Miðvangur 6-10, Egilsstöðum. Málið var áður á dagskrá 24.04.2013
Bréfritarar mæta á fundinn og kynna sín áform um byggingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar þeim Böðvari og Stefáni fyrir kynninguna.
Nefndin tekur jákvætt í fyrirliggjandi tillögu og leggur til við bæjarstjórn að hraðað verði breytingu á deiliskipulagi Miðbæjarins.

Samþykkt með handauppréttingu.

2.Eftirlitsskýrslur Heilbrigðiseftirlits 2013

Málsnúmer 201301099

Eftirfarandi eftirlitsskýrslur HAUST eru lagðar fram:
Eftirlitsskýrsla, Grunnskólinn á Egilsstöðum, dags.2.5.2013, eftirlitsskýrsla Kjallari áhaldahúss Fljótsdalshéraðs, Tjarnarási 9, dags.24.04.2011 og eftirlitsskýrsla Fellaskóli, grunnskóli og tónlistarskóa dags. 08.05.2013.

Lagt fram til kynningar.

3.Starfsleyfi fyrir dýragæslu í áhaldahúsinu, Tjarnarási 9

Málsnúmer 201304179

Lagt er fram Starfsleyfi fyrir dýragæslu í áhaldahúsinu, Tjarnarási 9.

Lagt fram til kynningar.

4.Ósk um niðurfelling á gjaldi vegna hundahalds/minkahundur

Málsnúmer 201303009

Erindi dagsett 03.03.2013 þar sem Stefán Kristmannsson, kt.310353-5749 óskar eftir að fá niðurfellt árgjald fyrir árið 2013, vegna hunds. Þar sem bréfritari annast um minkaveiðar á Fljótsdalshéraði skv. samningi þar um og notar hundinn við veiðarnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 12.gr. samþykktar um hundahald í Seyðisfjarðarkaupstað, á Fljótsdalshéraði, í Fjarðabyggð og í Vopnafjarðarhreppi, þá samþykkir skipulags- og mannvirkjanefnd að fella gjaldið niður.

Samþykkt með handauppréttingu

5.Umsókn um niðurfellingu á skráningar- og eftirlitsgjaldi vegna hunds

Málsnúmer 1304163

Erindi dagsett 26.04.2013 þar sem Karólína R.Sigurðardóttir kt.020265-4930, óskar eftir niðurfellingu á skráningar- og eftirlitsgjaldi vegna hunds, sem hún á og hefur sérstöku hlutverki að gegna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 12.gr. samþykktar um hundahald í Seyðisfjarðarkaupstað, á Fljótsdalshéraði, í Fjarðabyggð og í Vopnafjarðarhreppi, þá samþykkir skipulags- og mannvirkjanefnd að fella gjaldið niður.

Samþykkt með handauppréttingu

6.Bílastæði við Miðvang 6

Málsnúmer 201304079

Erindi dagsett 15.04.2013 þar sem Jónina Salný Guðmundsdóttir fyrir hönd húsfélags Miðvangs 6, þar sem óskað er eftir að minigólfinu, norðan við Hlymsdali, yrði fundinn annar staður og komið væri fyrir bílastæðum á því svæði. Einnig að sett yrði upp einstefnuskilti við inná keyrslu og útafakstur bílastæða vestan við húsið. Málið var áður á dagskrá 24.04.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar erindinu. Nefndin samþykkir að sett verði upp merki um tímatakmörkun við bílastæðin meðfram Miðvangi gegnt Hótel Héraði.

Samþykkt með handauppréttingu.

7.Viðtalstími Bæjarfulltrúa 19.04.2013

Málsnúmer 201305084

Lagt er fram minnisblað frá viðtalstíma bæjarfulltrúa 19.04.2013, þar sem Guðmundur Þorleifsson kt.050432-7349 vekur athygli á bílastæðaskorti við Hlymsdali og vöntun á skipulagningu varðandi þau bílastæði, sem fyrir eru.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar í bókun í lið 6 í fundargerðinni.

Samþykkt með handauppréttingu.

8.Umsókn um stofnun fasteignar í fasteignaskrá

Málsnúmer 201305079

Erindi dagsett 06.maí 2013 þar sem Magnea V. Svavarsdóttir fyrir hönd Fjármála- og efnahagsráðuneytisins, óskar eftir umsögn/samþykki bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs vegna fyrirhugaðrar sameiningar jarðarinnar Nýbýlalands 3 við jörðina Laufás, Fljótsdalshéraði. Einnig er sótt um samruna jarðanna, samkvæmt 14.gr. laga nr.6/2001 um skráningu og mat fasteigna, geri bæjarstjórn ekki athugasemd við sameininguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við sameiningu jarðanna. Nefndin samþykkir jafnframt að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að sameina jarðirnar í Fasteignaskrá.

Samþykkt með handauppréttingu.




9.Umsókn um leyfi fyrir starfrækslu malbikunarstöðvar

Málsnúmer 201305002

Erindi í tölvupósti dagsett 30.04.2013 þar sem Ingi Friðbjörnsson fyrir hönd Norðurbiks ehf.kt.410704-2260, óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um fyrirhugaða framleiðslu malbiks í Selhöfða, á tímabilinu ca.15. júní til 1.ágúst 2013. Áður hefur verið framleitt malbik á þessu svæði. Fyrir liggur yfirlýsing umráðanda svæðisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugsemd við fyrirhugaða framleiðslu malbiks í Selhöfða á ofangreindu tímabili. Nefndin bendir á að afla skal tilskilinna leyfa fyrir starfseminni.

Samþykkt með handauppréttingu.

10.Umsókn um áframhaldandi heimild til efnistöku úr malarnámu

Málsnúmer 201305001

Erindi dagsett 29.04.2013 þar sem Jónas Hallgrímsson kt.170445-2799 óskar eftir heimild til áframhaldandi efnistöku úr skilgreindri malarnámu í aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs, meðfram Grímsá í landi Úlfsstaða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Samkvæmt 3.málsgrein 47.greinar laga um náttúruvernd er eiganda eða umráðamanni eignarlands heimil án leyfis minni háttar efnistaka til eigin nota.
Nefndin bendir á að samkvæmt annarri málsgrein 13.gr.Skipulagslaga nr.123/2010 er öll efnistaka háð framkvæmdaleyfi hlutaðeigandi sveitarstjórnar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar því erindinu og bendir bréfritara á að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir efnistökunni.

Samþykkt með handauppréttingu.




11.Stóri Bakki, reiðvegur

Málsnúmer 201304108

Erindi í tölvupósti dagsett 27.03.2013 þar sem Benedikt Snorrason kt.290582-4749 hvort megi setja reiðveg meðfram Hróarstunguvegi við Stóra-Bakka, vegna fyrirhugaðra framkvæmda Vegagerðarinnar, en Vegagerðin hyggst leggja bundið slitlag á veginn við Stóra-Bakka. Málið var áður á dagaskrá 24.04.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og manvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við að lagður verði reiðslóði meðfram Hróarstunguvegi að austanverðu, á þeim kafla sem fyrirhugað er að leggja á bundið slitlag.

Samþykkt með handauppréttingu.

12.Umsókn um byggingarleyfi/breytingar

Málsnúmer 201304029

Erndi dagsett 05.04.2013 þar sem Óli Metúsalemsson kt.270754-4579, fyrir hönd Birgis Bragasonar kt.230265-5889, óskar eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við núverandi iðnaðarhús að Tjarnarási 8, Egilsstöðum. Fyrir liggja teikningar af viðbyggingunni. Málið var áður á dagskrá 10.04.2013.
Fyrir liggja breyttar teikningar af viðbyggingunni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt með handauppréttingu.

13.Laufás 7, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201304045

Erndi dagsett 05.04.2013 þar sem Óli Grétar Metúsalemsson kt.270754-4579, fyrir hönd Emils Vilhjálmssonar kt.120449-3709, óskar eftir byggingarleyfi fyrir breytingu á núverandi þaki á íbúðarhúsinu að Laufási 7, Egilsstöðum. Fyrir liggja teikningar af breytingunni. Málið var áður á dagaskrá 10.04.2013. Fyrir liggja uppfærðar teikningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að setja málið í grenndarkynningu samkvæmt ákv. 44.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

Samþykkt með handauppréttingu.

14.Lyngás 12,umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 201305118

Erindi í tölvupósti dagsett 14.05.2013 þar sem Guðmundur H. Albertsson Sækir um stöðuleyfi fyrir þrjá gáma við norðurenda byggingarinnar að Lyngási 12.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar erindinu.

Samþykkt með handauppréttingu.

15.S og M, fjárfestingar og fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201304063

Fyrir liggur tillaga að forgangsröðun framkvæmda fyrir árið 2014.

Máið er í vinnslu, að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:04.