Umsókn um áframhaldandi heimild til efnistöku úr malarnámu

Málsnúmer 201305001

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 95. fundur - 15.05.2013

Erindi dagsett 29.04.2013 þar sem Jónas Hallgrímsson kt.170445-2799 óskar eftir heimild til áframhaldandi efnistöku úr skilgreindri malarnámu í aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs, meðfram Grímsá í landi Úlfsstaða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Samkvæmt 3.málsgrein 47.greinar laga um náttúruvernd er eiganda eða umráðamanni eignarlands heimil án leyfis minni háttar efnistaka til eigin nota.
Nefndin bendir á að samkvæmt annarri málsgrein 13.gr.Skipulagslaga nr.123/2010 er öll efnistaka háð framkvæmdaleyfi hlutaðeigandi sveitarstjórnar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar því erindinu og bendir bréfritara á að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir efnistökunni.

Samþykkt með handauppréttingu.




Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 178. fundur - 22.05.2013

Erindi dagsett 29.04.2013 þar sem Jónas Hallgrímsson kt.170445-2799 óskar eftir heimild til áframhaldandi efnistöku úr skilgreindri malarnámu í aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs, meðfram Grímsá í landi Úlfsstaða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Samkvæmt 3.málsgrein 47.greinar laga um náttúruvernd er eiganda eða umráðamanni eignarlands heimil án leyfis minni háttar efnistaka til eigin nota.
Bent er á að samkvæmt annarri málsgrein 13.gr.Skipulagslaga nr.123/2010 er öll efnistaka háð framkvæmdaleyfi hlutaðeigandi sveitarstjórnar.
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar hafnar bæjarstjórn því erindinu eins og það liggur fyrir en bendir bréfritara á að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir efnistökunni, fari hún fram úr þeim mörkum sem tilgreind eru í 3. málsgr. 47. gr laga um náttúruvernd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.