Stóri Bakki, reiðvegur

Málsnúmer 201304108

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 94. fundur - 24.04.2013

Erindi í tölvupósti dagsett 27.03.2013 þar sem Benedikt Snorrason kt.290582-4749 hvort megi setja reiðveg meðfram Hróarstunguvegi við Stóra-Bakka, vegna fyrirhugaðra framkvæmda Vegagerðarinnar, en Vegagerðin hyggst leggja bundið slitlag á veginn við Stóra-Bakka.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu þar sem ekki hafa borist gögn frá Vegagerðinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 95. fundur - 15.05.2013

Erindi í tölvupósti dagsett 27.03.2013 þar sem Benedikt Snorrason kt.290582-4749 hvort megi setja reiðveg meðfram Hróarstunguvegi við Stóra-Bakka, vegna fyrirhugaðra framkvæmda Vegagerðarinnar, en Vegagerðin hyggst leggja bundið slitlag á veginn við Stóra-Bakka. Málið var áður á dagaskrá 24.04.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og manvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við að lagður verði reiðslóði meðfram Hróarstunguvegi að austanverðu, á þeim kafla sem fyrirhugað er að leggja á bundið slitlag.

Samþykkt með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 178. fundur - 22.05.2013

Erindi í tölvupósti dagsett 27.03.2013 þar sem Benedikt Snorrason kt.290582-4749 spyr hvort megi setja reiðveg meðfram Hróarstunguvegi við Stóra-Bakka, vegna fyrirhugaðra framkvæmda Vegagerðarinnar, en Vegagerðin hyggst leggja bundið slitlag á veginn við Stóra-Bakka. Málið var áður á dagaskrá 24.04.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og manvirkjanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við að lagður verði reiðslóði meðfram Hróarstunguvegi að austanverðu, á þeim kafla sem fyrirhugað er að leggja á bundið slitlag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.