Bílastæði við Miðvang 6

Málsnúmer 201304079

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 57. fundur - 23.04.2013

Bílastæði við Miðvang 6
Erindi frá aðalfundi húsfélagsins að Miðvangi 6 þar sem bent er á skort á bílastæðum við við húsið og ósk um að mínígolfvöllurinn verði færður.

Umhverfis- og héraðsnefnd bendir á að uppbygging græns svæðis á lóðinni Miðvangi 8 hafi verið að ósk íbúa og fyrirtækjaeigenda í miðbænum. Þar að auki er mikilvægt að hafa vingjarnleg græn svæði í miðbænum þar sem fólk getur áð á. Nefndin vill sjá áframhaldandi uppbyggingu á svæðinu. Að öðru leyti er erindinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar. Samþykkt með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 94. fundur - 24.04.2013

Erindi dagsett 15.04.2013 þar sem Jónina Salný Guðmundsdóttir fyrir hönd húsfélags Miðvangs 6, þar sem óskað er eftir að minigólfinu, norðan við Hlymsdali, yrði fundinn annar staður og komið væri fyrir bílastæðum á því svæði. Einnig að sett yrði upp einstefnuskilti við inná keyrslu og útafakstur bílastæða vestan við húsið.

Málið er í vinnslu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 177. fundur - 08.05.2013

Erindi frá aðalfundi húsfélagsins að Miðvangi 6 þar sem bent er á skort á bílastæðum við húsið og ósk um að mínígolfvöllurinn verði færður.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og héraðsnefnd og bendir á að uppbygging græns svæðis á lóðinni Miðvangi 8 hafi verið að ósk íbúa og fyrirtækjaeigenda í miðbænum. Þar að auki er mikilvægt að hafa vingjarnleg græn svæði í miðbænum þar sem fólk getur áð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Að öðru leyti er erindinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 95. fundur - 15.05.2013

Erindi dagsett 15.04.2013 þar sem Jónina Salný Guðmundsdóttir fyrir hönd húsfélags Miðvangs 6, þar sem óskað er eftir að minigólfinu, norðan við Hlymsdali, yrði fundinn annar staður og komið væri fyrir bílastæðum á því svæði. Einnig að sett yrði upp einstefnuskilti við inná keyrslu og útafakstur bílastæða vestan við húsið. Málið var áður á dagskrá 24.04.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar erindinu. Nefndin samþykkir að sett verði upp merki um tímatakmörkun við bílastæðin meðfram Miðvangi gegnt Hótel Héraði.

Samþykkt með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 178. fundur - 22.05.2013

Erindi dagsett 15.04.2013 þar sem Jónína Salný Guðmundsdóttir, fyrir hönd húsfélags Miðvangs 6, óskar eftir að minigolfinu norðan við Hlymsdali, yrði fundinn annar staður og komið væri fyrir bílastæðum á því svæði. Einnig að sett yrði upp einstefnuskilti við innákeyrslu og útafakstur bílastæða vestan við húsið. Málið var áður á dagskrá 24.04.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar hafnar bæjarstjórn erindinu. Bæjarstjórn samþykkir að sett verði upp merki um tímatakmörkun við bílastæðin meðfram Miðvangi gegnt Hótel Héraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.