Umsókn um stofnun fasteignar í fasteignaskrá

Málsnúmer 201305079

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 95. fundur - 15.05.2013

Erindi dagsett 06.maí 2013 þar sem Magnea V. Svavarsdóttir fyrir hönd Fjármála- og efnahagsráðuneytisins, óskar eftir umsögn/samþykki bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs vegna fyrirhugaðrar sameiningar jarðarinnar Nýbýlalands 3 við jörðina Laufás, Fljótsdalshéraði. Einnig er sótt um samruna jarðanna, samkvæmt 14.gr. laga nr.6/2001 um skráningu og mat fasteigna, geri bæjarstjórn ekki athugasemd við sameininguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við sameiningu jarðanna. Nefndin samþykkir jafnframt að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að sameina jarðirnar í Fasteignaskrá.

Samþykkt með handauppréttingu.




Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 178. fundur - 22.05.2013

Erindi dagsett 06.maí 2013 þar sem Magnea V. Svavarsdóttir fyrir hönd Fjármála- og efnahagsráðuneytisins, óskar eftir umsögn/samþykki bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs vegna fyrirhugaðrar sameiningar jarðarinnar Nýbýlalands 3 við jörðina Laufás, Fljótsdalshéraði. Einnig er sótt um samruna jarðanna, samkvæmt 14.gr. laga nr.6/2001 um skráningu og mat fasteigna, geri bæjarstjórn ekki athugasemd við sameininguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við sameiningu jarðanna. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að sameina jarðirnar í Fasteignaskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.