Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs

97. fundur 12. júní 2013 kl. 17:00 - 19:22 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Hafsteinn Jónasson formaður
  • Sigvaldi H Ragnarsson varaformaður
  • Jónas Guðmundsson aðalmaður
  • Árni Kristinsson aðalmaður
  • Þórhallur Harðarson aðalmaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Fyrirhuguð bygging Fjallakála í Hraundal

Málsnúmer 201306018

Erindi dagsett 06.06.2013 þar sem Þórhallur Þorsteinsson kt.240648-2379, þar sem kynnt eru áform um byggingu fjallaskála í Hraundal, nálægt Kirkjutungum í landi Hjaltastaðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir á að koma þarf þessum áformum um landnotkun inn á aðalskipulag Fljótsdalshéraðs samkvæmt lið i 6.2.gr.skipulagsreglugerðar nr.90/2013. Samkvæmt gjaldskrá er það framkvæmdaraðili sem greiðir fyrir skipulagsvinnuna.
Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Samþykkt með handauppréttingu.

2.Hróarstunguvegur, umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 201306041

Erindi dagsett 12.06.2013 þar sem Sveinn Sveinsson hjá Vegagerðinni sækir um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr eyrum Jökulsár á Dal, vegna endurbyggingar á Hróarstunguvegi.

Eftirfarandi tillaga er lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu til næsta fundar nefndarinnar.

Samþykkt með handauppréttingu.

3.Umsókn um byggingarleyfi/breytingar

Málsnúmer 201306038

Erindi dags. 10.06.2013 þar sem Jón Þór Þorvaldsson kt.021256-7579 óskar eftir leyfi til að saga niður núverandi glugga á vestuhlið hússins, að Þverklettum 3, og setja útihurð þar í staðinn. Meðfylgjani eru teikningar af breytingunni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir breytingunum.

Samþykkt með handauppréttingu.

4.Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 201306039

Erindi dags. 10.06.2013 þar sem Jón Þór Þorvaldsson kt.0021256-7579 óskar eftir fyrir hönd Mílu ehf. kt.460207-1690, stöðuleyfi fyrir 12 feta stálgámi, fyrir varaaflsstöð að Fagradalsbraut 9. Fyrir liggja teikningar af staðsetningu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi fyrir gáminn til eins árs þegar samþykki meðeigenda liggur fyrir. Nefndin beinir því til umsækjanda að fundin verði varanleg lausn fyrir varaaflsstöð.

Samþykkt með handauppréttingu.

5.Egilssel 6, breyttar teikningar

Málsnúmer 201306002

Erindi dagsett 10.06.2013 þar sem Einar Ólafsson kt.160865-5719 f.h. lóðarhafa Egilsseli 6, óskar eftir leyfi fyrir að þaklitur á húsinu að Egilsseli 6 verði svartur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda.

Samþykkt með handauppréttingu.

6.Umsókn um framkvæmda- og lagnaleyfi

Málsnúmer 201306033

Erindi dags. 7.júní 2013 þar sem Guðmundur Davíðsson fyrir hönd Hitaveitu Egilsstaða- og Fella, sækjir um framkvæmda- og lagnaleyfi fyrir eftirtöldum endurnýjunar- og nýframkvæmdum í hitaveitu og vatnslögnum:
1) Endurnýjun stofnlagnar hitaveitu, meðfram þjóðvegi 1 um 140 m og 175 m í átt að Menntaskólanum á Egilsstöðum.
2) Endurnýjun dreifikerfis hitaveitu og vatnsveitu að sumarhúsum og gistihúsum á Skipalæk og endurnýjun vatnsveitulagnar að Ekkjufelli ásamt nýlögn hitaveitu.
3) Endurnýjun stofnlagnar hitaveitu frá Smiðjuseli í Fellabæ að Lagarfljótsbrú.
Meðfylgjandi eru uppdrættir sem sýna lagnaleiðirnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir fyrirhugaðar lagnaleiðir og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir ofangreind verkefni.

Samþykkt með handauppréttingu.

7.S og M, fjárfestingar og fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201304063

Fyrir liggur rammaáætlun 2014, heildarskjal samþykkt í bæjarráði 30.05.2013.

Lagt fram til kynningar.

8.Brunavarnaráætlun Brunavarna á Austurlandi 2013-2017

Málsnúmer 201306031

Lögð er fram Eldvarnaráætlun Brunavarna á Austurlandi 2013-2017.

Lagt fram til kynningar.

9.Samningur við Loftmyndir ehf.

Málsnúmer 201306019

Lagður er fram samningur milli Fljótsdalshéraðs og Loftmynda ehf. um sérfræðiþjónustu vegna landfræðilegra upplýsinga. Þetta er endurnýjun á eldri samningi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að framlagður samningur verði samþykktur.

Samþykkt með handauppréttingu.

10.Lyngás 12,umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 201305118

Erindi í tölvupósti dags. 02.06.2013 þar sem Guðmundur H. Albertsson óskar eftir stöðuleyfi fyrir tvo gáma á lóðinni Lyngás 12, samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd. Jafnframt er sótt um leyfi til að setja niður tvær flaggstangir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skiplags- og mannvirkjanefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs. Nefndin samþykkir ennfremur staðsetningu flaggstanganna. Staðsetning gámanna og flaggstanganna skal vera í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa.

Samþykkt með handauppréttingu.

11.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 120

Málsnúmer 1305019

Lagður er fram 120. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerðin er í sjö liðum.

Skipulags- og mannvirkjanefnd staðfestir fundargerðina

12.Lagarás 4/framkvæmdir sveitarfélagsins

Málsnúmer 201306010

Erindi dagsett 03.06.2013 þar sem Valdimar Benediktsson kt.120341-3599, þar sem gerðar eru athugasemdir við framkvæmdir á lóðinni Lagarás 4, Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar afgreiðslu til næsta fundar nefndarinnar.

Samþykkt með handauppréttingu.

13.Fundargerð 109. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

Málsnúmer 201306004

Lögð er fram 109. fundargerð Heilbrigðisnefndr Austurlands.

Lagat fram til kynningar.

13.1.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201301187

Staðfest

13.2.Egilssel 6, breyttar teikningar

Málsnúmer 201306002

Staðfest

13.3.Umsókn um byggingarleyfi/viðbygging við sumarhús

Málsnúmer 201304114

Staðfest

13.4.Ferðaþjónustan Óseyri ehf. ósk um umsögn

Málsnúmer 201304139

Staðfest

13.5.Umsókn um byggingarleyfi/Bjálkahús

Málsnúmer 201305134

Staðfest

13.6.Umsókn um byggingarleyfi, hjúkrunarheimili

Málsnúmer 201302041

Staðfest

13.7.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201304126

Staðfest

Fundi slitið - kl. 19:22.