Fyrirhuguð bygging Fjallakála í Hraundal

Málsnúmer 201306018

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 97. fundur - 12.06.2013

Erindi dagsett 06.06.2013 þar sem Þórhallur Þorsteinsson kt.240648-2379, þar sem kynnt eru áform um byggingu fjallaskála í Hraundal, nálægt Kirkjutungum í landi Hjaltastaðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir á að koma þarf þessum áformum um landnotkun inn á aðalskipulag Fljótsdalshéraðs samkvæmt lið i 6.2.gr.skipulagsreglugerðar nr.90/2013. Samkvæmt gjaldskrá er það framkvæmdaraðili sem greiðir fyrir skipulagsvinnuna.
Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Samþykkt með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 180. fundur - 19.06.2013

Erindi dagsett 06.06.2013 þar sem Þórhallur Þorsteinsson, kt.240648-2379, kynniráform um byggingu fjallaskála í Hraundal, nálægt Kirkjutungum í landi Hjaltastaðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með skipulags- og mannvirkjanefnd og bendir á að koma þarf þessum áformum um landnotkun inn á aðalskipulag Fljótsdalshéraðs samkvæmt lið 6.2 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Samkvæmt gjaldskrá er það framkvæmdaraðili sem greiðir fyrir skipulagsvinnuna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.