Fundargerð 109. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

Málsnúmer 201306004

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 97. fundur - 12.06.2013

Lögð er fram 109. fundargerð Heilbrigðisnefndr Austurlands.

Lagat fram til kynningar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 180. fundur - 19.06.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram
Bæjarstjórn tekur undir bókun Heilbrigðisnefndar frá 29. maí s.l. er fjallar um öryggi barna á leiksvæðum og aðalskoðun leiktækja. Bæjarstjórn telur að markmiðum reglugerðar nr. 942/2002, um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim, verði betur náð með með innra eftirliti starfsfólks sveitarfélagsins og árlegu eftirliti með eftirfylgni að hálfu heilbrigðiseftirlits í stað árlegrar aðalskoðunar leiksvæða sem eingöngu ein skoðunarstöð framkvæmir. Bæjarstjórn skorar á Umhverfis- og auðlindaráðaneytið að hefja vinnu við endurskoðun reglugerðarinnar í samráði við Umhverfisstofnun og Samband íslenskra sveitarfélaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.