- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Lögð er fram lýsing á fyrirhugaðri breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna Kröflulínu III. Áformað er að breyta aðalskipulaginu á þann veg, að fyrirhugaðri Kröflulínu III er bætt við skipulagið við hliðina á Kröflulínu II, sem þegar hefur verið byggð.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða lýsingu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagnar Skipulagsstofnunar og umsagnaraðila og kynna fyrir almenningi samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með handauppréttingu með 8 atkvæðum, en 1 var fjarverandi (SHR)
Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs á þann veg að fyrirhugaðri Kröflulínu III er bætt við skipulagið við hliðina á Kröflulínu II. Auglýsing lýsingar og kynning hefur farið fram samkvæmt 30. grein skipulagslaga. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
Skipulagsstofnun dags. 06.03.2013.
Aðalsteini Inga Jónssyni í tölvupósti dags. 15.03.2013. Aðrir umsagnaraðilar gerðu ekki athugasemd við lýsinguna.
Sigvaldi H. Ragnarsson vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar samkvæmt 30. gr. skipulagslaga. Geri Skipulagstofnun ekki athugasemd við tillöguna verði hún auglýst samkvæmt 31. gr. skipulagslaga.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur ekki afstöðu til athugasemdar Aðalsteins Inga Jónssonar á þessu stigi málsins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs á þann veg að fyrirhugaðri Kröflulínu III er bætt við skipulagið við hliðina á Kröflulínu II. Auglýsing lýsingar og kynning hefur farið fram samkvæmt 30. grein skipulagslaga. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
Skipulagsstofnun dags. 06.03.2013.
Aðalsteini Inga Jónssyni í tölvupósti dags. 15.03.2013.
Aðrir umsagnaraðilar gerðu ekki athugasemd við lýsinguna.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar samkvæmt 30. gr. skipulagslaga. Geri Skipulagstofnun ekki athugasemd við tillöguna verði hún auglýst samkvæmt 31. gr. skipulagslaga.
Með hliðsjón af athugasemd Aðalsteins Inga Jónssonar, varðandi aðkomuleið að línustæði austan Jökulsár á Dal, er skipulags og byggingarfulltrúa falið að afla upplýsinga frá framkvæmdaaðila um fyrirhugaða aðkomuleið og leggja þær fyrir fund skipulags- og mannvirkjanefndar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en 1 var fjarverandi (SHR)
Erindi dags. 26.02.2013 þar sem Jakob Gunnarsson, Skipulagsstofnun, óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um meðfylgjandi tillögu að matsáætlun ofangreindrar framkvæmdar skv.2.mgr.8.gr.laga nr.106/2000 m.s.br. og 15.gr.reglugerðar nr.1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum.
Sigvaldi H. Ragnarsson vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við matsáætlunina.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Erindi dags. 26.02.2013 þar sem Jakob Gunnarsson Skipulagsstofnun, óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um meðfylgjandi tillögu að matsáætlun ofangreindrar framkvæmdar skv. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 106/2000 m.s.br. og 15. gr. reglugerðar nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við matsáætlunina.
Samþykkt með 8 atkvæðum en 1 var fjarverandi (SHR).
Lögð er fram lýsing á fyrirhugaðri breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna Kröflulínu III. Áformað er að breyta aðalskipulaginu á þann veg, að fyrirhugaðri Kröflulínu III er bætt við skipulagið við hliðina á Kröflulínu II, sem þegar hefur verið byggð.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir framlagða lýsingu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leit umsagnar Skipulagssofnunar og umsagnaraðila og kynna fyrir almenningi samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.