- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Málsnúmer 201303049
Erindi dagsett 06.02.2013 þar sem Ólöf I. Sigurbjartsdóttir fyrir hönd Héraðs- og Austurlandsskóga tilkynnir, að eigendur jarðarinnar Stóra-Steinsvaðs á Fljótsdalshéraði hafi fengið samþykki fyrir samningi um nytjaskógrækt á 67ha. lands á jörð sinni. Meðfylgjandi er afrit samningsins og mynd sem sýnir afmörkun fyrirhugaðs skógræktarsvæðis.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við framlagðan samning.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Málsnúmer 201303050
Erindi dagsett 06.02.2013 þar sem Ólöf I. Sigurbjartsdóttir fyrir hönd Héraðs- og Austurlandsskóga tilkynnir, að eigandi jarðarinnar Freyshólar á Fljótsdalshéraði hafi fengið samþykki fyrir samningi um nytjaskógrækt á 199ha. lands á jörð sinni. Meðfylgjandi er afrit samningsins og mynd sem sýnir afmörkun fyrirhugaðs skógræktarsvæðis.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við framlagðan samning.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Málsnúmer 201301260
Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs á þann veg að fyrirhugaðri Kröflulínu III er bætt við skipulagið við hliðina á Kröflulínu II. Auglýsing lýsingar og kynning hefur farið fram samkvæmt 30. grein skipulagslaga. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
Skipulagsstofnun dags. 06.03.2013.
Aðalsteini Inga Jónssyni í tölvupósti dags. 15.03.2013. Aðrir umsagnaraðilar gerðu ekki athugasemd við lýsinguna.
Sigvaldi H. Ragnarsson vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar samkvæmt 30. gr. skipulagslaga. Geri Skipulagstofnun ekki athugasemd við tillöguna verði hún auglýst samkvæmt 31. gr. skipulagslaga.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur ekki afstöðu til athugasemdar Aðalsteins Inga Jónssonar á þessu stigi málsins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Málsnúmer 201303132
Erindi dagsett 25.04.2013 þar sem Jónas Guðmundsson kt.080346-3019 óskar eftir að skráningu á íbúðarhusinu á Hrafnabjörgum III, fastanúmer 217-2357, sem er í endurbyggingu verði breytt úr íbúðarhúsnæði í gististað.
Jónas Guðmundsson vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Málsnúmer 201302040
Erindi í tölvupósti dags. 21.01.2013 þar sem Bjarni Þór Haraldsson, fyrir hönd Skotfélags Austurlands. kt 500395-2739, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir brúarframkvæmdum við skotæfingasvæðið Þuríðarstöðum. Fyrir liggja svör frá umsagnaraðilum.
Málið var áður á dagskrá 13.03.2013.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir fyrirhugaða staðsetningu brúar og vegstæðis og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fyrir liggur uppdráttur af breyttri legu vatnsverndarsvæðisins frá Þórólfi H. Hafstað hjá Íslenskum orkurannsóknum. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta gera óverulegar breytingar á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs og deiliskipulaginu fyrir svæðið í samræmi við fyrirhugaða framkvæmd.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Málsnúmer 201303141
Til umræðu er umgengni á íbúðarlóðum í sveitarfélaginu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að senda lóðarhöfum þeirra íbúðalóða bréf um úrbætur, þar sem umgengni er ábótavant og uppfylla ekki reglur.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Málsnúmer 201303142
Erindi í tölvupósti dagsett 20.03.2013 þar sem Hrafnkell Elísson kt.031177-5109 sækir um stöðuleyfi fyrir 100 m2 fjallaskála, sem er í byggingu á planinu við verkstæði HT húsa að Mðási 37. Áformað er að húsið verði flutt á sinn stað í Fjallaskarði um mánaðarmótin júní-júlí.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir bygginguna. Stöðuleyfið er veitt til 1. ágúst 2013.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Málsnúmer 201303055
Erindi dagsett 11.03.2013 þar sem Björn Sveinsson fyrir hönd Vapp ehf. kt.460206-1890, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðina Tjarnarlöndum 13b, Egilsstöðum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að málið verði sett í grenndarkynningu samkvæmt 44. gr. skipulagslaga.
Þeir sem eru samþykkir rétti upp hönd (HJ, SHR, JG og ÁK).
Einn greiddi athvæði á móti (ÞH).
Þórhallur Harðarson gerir grein fyrir athvæði sínu:
Þar sem um svo óverulega breytingu er að ræða telur ÞH að nefndin eigi að afgreiða umsóknina án grenndarkynningar.
Málsnúmer 201303150
Erindi dagsett 11.03.2013 þar sem Björn Sveinsson fyrir hönd Vapp ehf. kt.460206-1890, sækir um byggingarleyfi fyrir bílageymslu á lóðinni Tjarnarlönd 13b, Egilsstöðum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að málið verði sett í grenndarkynningu samkvæmt 44. gr. skipulagslaga.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Málsnúmer 201303001
Lagður fram undirskriftalisti frá íbúum á Eiðum varðandi umkvartanir þeirra um ljósabúnað í mastri langbylgjusendis RÚV á Eiðum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir á að í grein 7.2.4 í byggingarreglugerð stendur m.a. " lýsing á lóðum skal vera þannig að hún valdi hvorki óþarfa ljósmengun, nágrönnum óþægindum né trufli umferð utan lóðar". Nefndin krefst þess að eigandi ljósabúnaðar á langbylgjumastrinu á Eiðum, sjái um að gert verði við búnaðinn strax. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fundi slitið - kl. 19:15.