Umgengni á íbúðarlóðum

Málsnúmer 201303141

Vakta málsnúmer

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 92. fundur - 27.03.2013

Til umræðu er umgengni á íbúðarlóðum í sveitarfélaginu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að senda lóðarhöfum þeirra íbúðalóða bréf um úrbætur, þar sem umgengni er ábótavant og uppfylla ekki reglur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 174. fundur - 03.04.2013

Til umræðu á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var umgengni á íbúðarlóðum í sveitarfélaginu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að senda lóðarhöfum þeirra íbúðalóða, þar sem umgengni er ábótavant og uppfyllir ekki reglur, bréf með kröfu um úrbætur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.