Þuríðarstaðir, umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir brúargerð

Málsnúmer 201302040

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 89. fundur - 13.02.2013

Erindi í tölvupósti dags. 21.01.2013 þar sem Bjarni Þór Haraldsson, fyrir hönd Skotfélags Austurlands. kt 500395-2739, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir brúarframkvæmdum við skotæfingasvæðið Þuríðarstöðum.

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela formanni og skipulags-og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram með forráðamönnum SKAUST.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 91. fundur - 13.03.2013

Erindi í tölvupósti dags. 21.01.2013 þar sem Bjarni Þór Haraldsson, fyrir hönd Skotfélags Austurlands. kt 500395-2739, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir brúarframkvæmdum við skotæfingasvæðið Þuríðarstöðum.
Málið var áður á dagskrá 13.febrúar 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að kalla eftir umsögn HEF og Þórólfs Hafstað, grunnvatnsfræðings, hjá Isor um framkvæmdina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 92. fundur - 27.03.2013

Erindi í tölvupósti dags. 21.01.2013 þar sem Bjarni Þór Haraldsson, fyrir hönd Skotfélags Austurlands. kt 500395-2739, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir brúarframkvæmdum við skotæfingasvæðið Þuríðarstöðum. Fyrir liggja svör frá umsagnaraðilum.
Málið var áður á dagskrá 13.03.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir fyrirhugaða staðsetningu brúar og vegstæðis og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fyrir liggur uppdráttur af breyttri legu vatnsverndarsvæðisins frá Þórólfi H. Hafstað hjá Íslenskum orkurannsóknum. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta gera óverulegar breytingar á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs og deiliskipulaginu fyrir svæðið í samræmi við fyrirhugaða framkvæmd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 174. fundur - 03.04.2013

Erindi í tölvupósti dags. 21.01.2013 þar sem Bjarni Þór Haraldsson, fyrir hönd Skotfélags Austurlands. kt 500395-2739, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir brúarframkvæmdum við skotæfingasvæðið Þuríðarstöðum. Fyrir liggja svör frá umsagnaraðilum.
Málið var áður á dagskrá 13.03.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirhugaða staðsetningu brúar og vegstæðis og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fyrir liggur uppdráttur af breyttri legu vatnsverndarsvæðisins frá Þórólfi H. Hafstað hjá Íslenskum orkurannsóknum. Bæjarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta gera óverulegar breytingar á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs og deiliskipulaginu fyrir svæðið í samræmi við fyrirhugaða framkvæmd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 257. fundur - 28.05.2014

Málinu vísað frá 256. fundi bæjarráðs.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við Skotfélag Austurlands varðandi fyrirhugaða brúargerð við skotæfingarsvæðið við Þuríðarstaði. Áætlað er að heildarkostnaður muni nema á bilinu 6,2 til 9,1 millj. kr. og er óskað eftir aðkomu sveitafélagsins að framkvæmdinni með fjárstyrk sem nemi 50% af framkvæmdakostnaði en þó aldrei hærri upphæð en 4,5 millj. kr. Fyrir liggur að framkvæmdin hefur hlotið samþykki bæjarstjórnar samanber bókun á 174. fundi bæjarstjórnar miðvikudaginn 3. apríl 2013.
Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra umboð til að ganga frá samningi við Skotfélagið um framkvæmdina að því gefnu að framkvæmdin rúmist innan heildarfjárheimilda ársins, samþykktri samkvæmt fjárhagsáætlun 2014.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 198. fundur - 04.06.2014

Á fundi bæjarráðs gerði bæjarstjóri grein fyrir viðræðum við Skotfélag Austurlands varðandi fyrirhugaða brúargerð við skotæfingarsvæðið við Þuríðarstaði. Áætlað er að heildarkostnaður muni nema á bilinu 6,2 til 9,1 millj. kr. og er óskað eftir aðkomu sveitafélagsins að framkvæmdinni með fjárstyrk sem nemi 50% af framkvæmdakostnaði en þó aldrei hærri upphæð en 4,5 millj. kr. Fyrir liggur að framkvæmdin hefur hlotið samþykki bæjarstjórnar samanber bókun á 174. fundi bæjarstjórnar miðvikudaginn 3. apríl 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að veita bæjarstjóra umboð til að ganga frá samningi við Skotfélagið um framkvæmdina að því gefnu að framkvæmdin rúmist innan heildarfjárheimilda ársins, samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.