- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Málsnúmer 201301099Vakta málsnúmer
Lögð er fram eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir Sláturhúsið-menningarmiðstöð, dagsett 5.3.2013.
Lagt fram til kynningar.
Málsnúmer 201303039Vakta málsnúmer
Erindi dagsett 8.3.2013 þar sem Sigþór Arnar Halldórsson kt.150863-3689 fyrir hönd Yls ehf. kt. 430497-2199, sækir um stækkun á byggingarlóðinni Fagradalsbraut 15 um 482 m2 samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd. Einnig er sótt um að fá að reisa sjálfsafgreiðslubensínstöð á lóðinni, með tveimur afgreiðsludælum og er framkvæmdin unnin í samstarfi við Atlantsolíu ehf. kt.590602-3610.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir stækkun á lóðinni um 482 m2 og að gatnagerðargjöld verði innheimt af þeirri stækkun.
Nefndin samþykkir einnig að reist verði sjálfsafgreðslubensínstöð á lóðinni og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar tilskilin gögn liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Málsnúmer 200803034Vakta málsnúmer
Lögð er fram athugasemd Skipulagsstofnunar dags. 06.03.2013 við afgreiðslu deiliskipulags fyrir Lagarás 2-12.
Málið er í vinnslu.
Málsnúmer 201302156Vakta málsnúmer
Lögð er fram umsókn um styrk fyrir árið 2013, í verkefnið "Stórurð Hönnun og skipulag víðernis" í samstarfi við Borgarfjarðarhrepp, Ferðamálahópur Borgarfjarðar, ProVist ehf. og Stórurð ehf.
Lagt fram til kynningar, enda málið afgreitt á síðasta fundi bæjarstjórnar.
Málsnúmer 201303038Vakta málsnúmer
Fyrir liggja ábendingar og athugasemdir, sem fram komu á bæjarstjórnarbekknum þann 15.02.2013.
Eftirfarandi tllaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa og skipulags- og byggingarfulltrúa að afla upplýsinga um málin og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Málsnúmer 201301155Vakta málsnúmer
Umhverfis- og héraðsnefnd óskar eftir umsögn skipulags- og mannvirkjanefndar um málið. Verkefnastjóri umhverfismála fer yfir stöðuna og kynnir hugmyndir um slátt sumarið 2013.
Málið var áður á dagskrá 27.02.2013.
Málið er í vinnslu.
Málsnúmer 201302034Vakta málsnúmer
Fyrir liggur bókun bæjarráðs frá 13. febrúar 2013, sem staðfest var í bæjarstjórn 20. febrúar 2013, svo hljóðandi:
Farið var yfir nýjar hugmyndir að vinnulagi við undirbúning fjárhagaáætlunar, sem fellst í því að hver nefnd fyrir sig fari yfir sínar starfs- og fjárhagaáætlanir og vinna út frá þeim fjárþörf ársins 2014. Þær tölur verði svo hafðar til hliðsjónar við gerð rammaáætlunar sem lögð verði fram í júní, eins og gert hefur verið síðustu ár. Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að fela nefndum sveitarfélagsins framangreinda vinnu og skila áætlunardrögum sínum fyrir 19. apríl n.k.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanfnd samþykkir að fela formanni og starfsmönnum að vinna drög að forgangsröðun
nýframkvæmda og stærri viðhaldsverkefna og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Málsnúmer 201302040Vakta málsnúmer
Erindi í tölvupósti dags. 21.01.2013 þar sem Bjarni Þór Haraldsson, fyrir hönd Skotfélags Austurlands. kt 500395-2739, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir brúarframkvæmdum við skotæfingasvæðið Þuríðarstöðum.
Málið var áður á dagskrá 13.febrúar 2013.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að kalla eftir umsögn HEF og Þórólfs Hafstað, grunnvatnsfræðings, hjá Isor um framkvæmdina.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Málsnúmer 201303052Vakta málsnúmer
Lagðir eru fram minnispunktar varðandi skoðun íþróttahússins á Egilsstöðum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna að úrbótum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Málsnúmer 201303051Vakta málsnúmer
Erindi dags. 07.03.2013 þar sem Unnar Elísson fyrir hönd Myllunar ehf. kt.460494-2309, óskar eftir framlengingu á starfsleyfi/stöðuleyfi vegna starfsmannaaðstöðu að Miðási 16, Egilsstöðum sbr. mál nr. SB060281 dags. 11.9.2006 til eins árs.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að gefa stöðuleyfi fyrir starfsmannabúðir til eins árs.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fundi slitið - kl. 19:25.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.