Umsókn um byggingarleyfi, breytingar

Málsnúmer 201303055

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 92. fundur - 27.03.2013

Erindi dagsett 11.03.2013 þar sem Björn Sveinsson fyrir hönd Vapp ehf. kt.460206-1890, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðina Tjarnarlöndum 13b, Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að málið verði sett í grenndarkynningu samkvæmt 44. gr. skipulagslaga.

Þeir sem eru samþykkir rétti upp hönd (HJ, SHR, JG og ÁK).

Einn greiddi athvæði á móti (ÞH).

Þórhallur Harðarson gerir grein fyrir athvæði sínu:

Þar sem um svo óverulega breytingu er að ræða telur ÞH að nefndin eigi að afgreiða umsóknina án grenndarkynningar.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 96. fundur - 29.05.2013

Erindi dagsett 11.03.2013 þar sem Björn Sveinsson fyrir hönd Vapp ehf. kt.460206-1890, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðina Tjarnarlöndum 13b, Egilsstöðum. Málið var áður á dagskrá 27.03.2013. Grenndarkynning hefur farið fram, ein athugasemd barst, þar sem gerð er athugasemd við staðsetningu bílskúrsins og vilja fá hann aftar í lóðina. Fyrir liggur ný staðsetning á bílskúrnum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að bílskúrinn verði færður aftar í lóðina um tvo metra. Nefndin samþykkir einnig erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 179. fundur - 05.06.2013

Erindi dagsett 11.03.2013 þar sem Björn Sveinsson fyrir hönd Vapp ehf. kt.460206-1890, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðina Tjarnarlöndum 13b, Egilsstöðum. Málið var áður á dagskrá 27.03.2013. Grenndarkynning hefur farið fram, ein athugasemd barst, þar sem gerð er athugasemd við staðsetningu bílskúrsins og vilja fá hann aftar í lóðina. Fyrir liggur ný staðsetning á bílskúrnum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að bílskúrinn verði færður aftar í lóðina um tvo metra. Bæjarstjórn samþykkir einnig erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 var fjarverandi (S.Bl.)