Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs

96. fundur 29. maí 2013 kl. 17:00 - 19:11 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Hafsteinn Jónasson formaður
  • Jónas Guðmundsson aðalmaður
  • Þórhallur Harðarson aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir varamaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta einum lið við dagskrána, sem er Leikvöllur á Suðursvæði, og verður sá liður nr.11 í dagskránni.

1.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201211033

Óðinn Gunnar Óðinsson, atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi gerir grein fyrir hugmyndum um starfshópa verslunar, ferðaþjónustu og sveitarfélagsins.

Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar Óðni Gunnari fyrir greinargóða kynningu.

2.Húsfélagið Útgarði 7

Málsnúmer 201305045

Lagður er fram ársreikningur 2012, Húsfélagsins Útgarði 7.

Lagt fram til kynningr.

3.Skoðunarskýrsla Vinnueftirlits vegna leikskóla

Málsnúmer 201305048

Lögð er fram skoðunarskýrsla Vinnueftirlitsins, takmörkuð úttekt dags. 29.4.2013 að Tjarnarskógum, Skógarlöndum 5.

Lagt fram til kynningar.

4.Beiðni um íhlutun vegna frágangs lóðar.

Málsnúmer 201305122

Erindi dagsett 13.05.2013 þar sem íbúar í Kelduskógum, óska eftir að skipulags- og byggingarfulltrúi hlutist til um að húseigendur að Kelduskógum 15, ljúki við frágangi húss að utan ásamt lóðarfrágangi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að skrifa lóðarhafa bréf þar sem þess er krafist að lokið verði við frágang húss að utan og lóðar.

Samþykkt með handauppréttingu.

5.Fundargerð 148. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201304077

Til umræðu er gerð göngustígs samhliða lagningu hitaveitu frá Smiðjuseli að Lagarfljótsbrú. Málinu var vísað frá Bæjarráði 26.04.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur jákvætt að leggja göngustíg samhliða hitaveitulögninni og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram í samráði við hitaveituna.

Samþykkt með handauppréttingu.

6.Fundur með bæjarstjóra 11.mars 2013

Málsnúmer 201305159

Erindi í tölvupósti dagsett 07.05.2013 þar sem Philip Vogler kt.041050-7729 leggur fram fundargerð fundar, sem haldinn var 11.mars 2013 um Flugvöllinn á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur áherslu á að ekki verði hindruð umferð gangandi vegfaranda meðfram Lagarfljóti og Eyvindará. Nefndin samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að hlutast til um að ónýtar girðingar verði fjarlægðar svo ekki skapist hætta fyrir gangandi umferð.
Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Samþykkt með handauppréttingu.

7.Listi yfir skipulagsfulltrúa í maí.2013

Málsnúmer 201305105

Lagður er fram listi yfir skipulagsfulltrúa í maí 2013 og tilkynning um breytt verklag stofnunarinnar við skráningu skipulgsfulltrúa og þeirra sem sinna skipulagsgerð.

Lagt fram til kynningar.

8.Umsókn um byggingarleyfi, breytingar

Málsnúmer 201303055

Erindi dagsett 11.03.2013 þar sem Björn Sveinsson fyrir hönd Vapp ehf. kt.460206-1890, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðina Tjarnarlöndum 13b, Egilsstöðum. Málið var áður á dagskrá 27.03.2013. Grenndarkynning hefur farið fram, ein athugasemd barst, þar sem gerð er athugasemd við staðsetningu bílskúrsins og vilja fá hann aftar í lóðina. Fyrir liggur ný staðsetning á bílskúrnum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að bílskúrinn verði færður aftar í lóðina um tvo metra. Nefndin samþykkir einnig erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt með handauppréttingu.

9.Endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Málsnúmer 201301197

Erindi dagsett 21.maí 2013 þar sem Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um drög að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við framlögð drög.

Samþykkt með handauppréttingu.

10.Laufás, umsókn um að mála ljósastaura

Málsnúmer 201305164

Erindi í tölvupósti dagsett 14.05.2013 þar sem Steinunn Ásmundsdóttir kt.010366-4969 óskar eftir leyfi til að mála ljósastaurana við Laufás, neðri hlutann, skærgula. Þetta er hugmynd barnanna í götunni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda. Nefndin leggur áherslu á að viðhöfð verði vönduð vinnubrögð og íbúar sinni viðhaldinu. Nefndin samþykkir að heimilað verði að mála ljósastaura í öðrum hverfum í hverfislitum Ormsteitis í samráði við skipulags- og umhverfissvið Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt með handauppréttingu.

11.Leikvöllur á Suðursvæði

Málsnúmer 201305195

Erindi í tölvupósti dagsett 27.05.2013 þar sem undirritaðir íbúar á Suðursvæðinu óska eftir að fá svör við því, hvenær vænta megi þess að leikvöllur verði settur upp á Suðursvæði Egilsstaða. Ef ekki er gert ráð frir framkvæmdum á árinu 2013, er þá sveitarfélagið tilbúið til þess að setja upp einhverja aðstöðu/leiktæki til bráðabirgða?

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2014. Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:11.