Endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Málsnúmer 201301197

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 89. fundur - 13.02.2013

Sigurðsson óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um lýsingu verkefnisins og matslýsingu. Lýsinguna og matslýsinguna er hægt að nálgast á heimasíðu Sveitarfélagsins Hornafjörður.

Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við lýsinguna né matslýsinguna. Nefndin fagnar öllum áformum, sem stuðla að styttingu Þjóðvegar 1.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 171. fundur - 20.02.2013

Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um lýsingu verkefnisins og matslýsingu. Lýsinguna og matslýsinguna er hægt að nálgast á heimasíðu Sveitarfélagsins Hornafjörður.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við lýsinguna né matslýsinguna. Bæjarstjórn fagnar öllum áformum, sem stuðla að styttingu þjóðvegar 1.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 96. fundur - 29.05.2013

Erindi dagsett 21.maí 2013 þar sem Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um drög að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við framlögð drög.

Samþykkt með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 179. fundur - 05.06.2013

Erindi dagsett 21.maí 2013 þar sem Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um drög að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við framlögð drög.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.