Beiðni um íhlutun vegna frágangs lóðar.

Málsnúmer 201305122

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 96. fundur - 29.05.2013

Erindi dagsett 13.05.2013 þar sem íbúar í Kelduskógum, óska eftir að skipulags- og byggingarfulltrúi hlutist til um að húseigendur að Kelduskógum 15, ljúki við frágangi húss að utan ásamt lóðarfrágangi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að skrifa lóðarhafa bréf þar sem þess er krafist að lokið verði við frágang húss að utan og lóðar.

Samþykkt með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 179. fundur - 05.06.2013

Erindi dagsett 13.05.2013 þar sem íbúar í Kelduskógum, óska eftir að skipulags- og byggingarfulltrúi hlutist til um að húseigendur að Kelduskógum 15, ljúki við frágangi húss að utan ásamt lóðarfrágangi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að skrifa lóðarhafa bréf þar sem þess er krafist að lokið verði við frágang hússins að utan og einnig frágang lóðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 99. fundur - 24.07.2013

Fyrir liggur minnisblað byggingarfulltrúa vegna skoðunar lóðar.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 238. fundur - 14.08.2013

Fyrir fundinum lá undirskriftalisti þar sem athugasemdir eru gerðar við frágang húss og lóðar að Kelduskógum 15. Einnig lá fyrir minnisblað vegna skoðunar byggingarfulltrúa. Málið hefur verið í vinnslu hjá byggingarfulltrúa.
Bæjarráð hvetur eigendur til að lagfæra sem fyrst þau atriði sem athugasemdir hafa verið gerðar við, hafi það ekki þegar verið gert.