Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs

99. fundur 24. júlí 2013 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Hafsteinn Jónasson formaður
  • Sigvaldi H Ragnarsson varaformaður
  • Árni Kristinsson aðalmaður
  • Þórhallur Harðarson aðalmaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Beiðni um íhlutun vegna frágangs lóðar.

Málsnúmer 201305122

Fyrir liggur minnisblað byggingarfulltrúa vegna skoðunar lóðar.

Lagt fram til kynningar.

2.Suðursvæði afvötnun

Málsnúmer 201304017

Til umræðu er afvötnun á svokölluðu Suðursvæði, en fyrri áform um afvötnun hafa ekki gengið eftir, því þarf að finna lausn á þessu vandamáli. Fyrir liggur gróf tillaga að staðsetningu skurða til afvötnunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að gerð verði tillaga um skurðakerfi til afvötnunar og hún ásamt kostnaðaráætlun, verði lögð fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Unalækur, umsókn um skilti

Málsnúmer 201307061

Erindi í tölvupósti dags. 19.07.2013 þar sem Sólmundur Oddsson fyrir hönd Unalækjar ehf. kt.600910-1140, sækir um leyfi fyrir uppsetningu á upplýsingaskilti við Unalæk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Með vísan í 43. gr. laga um náttúruvernd þá samþykkir Skipulags- og mannvirjanefnd erindi umsækjanda. Skiltið skal sett upp í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201307057

Erindi dags. 19.07.2013 þar sem Máni Sigfússon kt.281064-5769 óskar eftir byggingarleyfi á lóðunum Unalækur lóðir A9 og A11, samkvæmt teikningum gerðar af Einari Ólafssyni kt.160865-5719.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar tilskylin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umsókn um sameiningu lóða

Málsnúmer 201307056

Erindi dags. 19.07.2013 þar sem Máni Sigfússon kt.281064-5769 óskar eftir sameiningu lóðanna Unalækur lóðir A9 landnúmer 221155 og A11 landnúmer 221156.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að sameina lóðirnar í Fasteignaskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201307053

Erindi dags. 17.07.2013 þar sem Björn Marinó Pálmason kt.141062-2049 óskar eftir byggingarleyfi fyrir geymsluhúsnæði á lóð nr. 5 í Mjóanesi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar tilskylin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Málefni kirkjugarðsins á Eiðum.

Málsnúmer 201307044

Erindi dags. 10.07.2013 þar sem Þórhallur Pálsson, formaður sóknarnefndar, kynnir stöðu viðaldsmála kirkjunnar og kirkjugarðsins á Eiðum, og óskar efit stuðningi sveitarfélagsins til að hægt verði að sinna þessu viðhaldi. Málefni Eiðakirkju var áður á dagskrá 26.10.2011 málsnúmer 2011-09-081.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og óskar eftir tímaáætlun um framgang verksins ásamt kostnaðaráætlun þannig að hægt sé að gera ráð fyrir fjármagni í þann hluta, sem sveitarfélagið hefur skildur til.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Hrafnabjörg 2, umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 201307043

Erindi dags. 11.07.2013 þar sem Rúnar H. Guðmundsson kt.080249-5439 sækir um stofnun lóðar úr landi Hrafnabjarga 2, samkvæmt 14. gr. laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna. Meðfylgjandi er lóðaruppdráttur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skiplags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í Fasteignaskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Kantsteinar í Egilsseli.

Málsnúmer 201307039

Erindi í tölvupósti dags. 17.07.2013 þar sem Elmar Logi Einarsson kt.171281-4829 óskar eftir að gengð verði frá kantsteini í Egilsseli, einnig er bent á skemmdir, sem orðið hafa á gangstétt á gatnamótum Egilssels og Selbrekku.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að farið verði að ósk bréfritara ef kostnaður við framkvæmdina rúmast innan fjárhagsáætlunar og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að láta kostnaðarmeta verkið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám

Málsnúmer 201306086

Erindi í tölvupósti dags. 20.06.2013 þar sem Þórhallur Þorsteinsson fyrir hönd Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og Ferðafélags Húsavíkur, óskar eftir stöðuleyfi fyrir 20 feta geymslugámi á lóð ferðafélaganna í Kverkfjöllum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Með vísan í 2.6.1.gr. byggingarreglugerðar þá samþykkir Skipulags- og mannvirkjanefnd stöðuleyfi fyrir gáminn í 12 mánuði frá dagsetningu leyfisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Rútustæði við Seyðisfjarðarveg

Málsnúmer 201307049

Lögð er fram kostnaðaráætlun fyrir rútustæðin við Seyðisfjararveg.

Lagt fram til kynningar.

12.Beiðni um lykiltölur úr aðalskipulagi.

Málsnúmer 201307005

Erindi dagsett 13.06.2013 þar sem Hlynur Torfi Torfason hjá Skipulagsstofnun, óskar eftir lykiltölum úr aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að taka saman umbeðnar upplýsingar og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Fagradalsbraut 15, vegtengingar

Málsnúmer 201307048

Tölvupóstur dags. 02.07.2013 þar sem Sveinn Sveinsson fyrir hönd Vegagerðarinnar gerir athugasemd vð vegtengingu af plani Atlandsolíu að Fagradalsbraut 15. Einnig er gerð athugasemd við að ekki liggi fyrir upplýsingar um hvar fækka eigi vegtengingum á Fagradalsbraut.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Vegtenginging við planið að Fagradalsbraut 15 hefur verið löguð til samræmis við athugasemd Vegagerðarinnar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að hafin verði vinna við breytingu á deiliskipulagi fyrir Fagradalsbrautina strax á næsta ári og þá verði m.a. tekið á vegtengingum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 121

Málsnúmer 1307005

Lagt fram til kynningar

15.Enduro keppni, umsókn um leyfi

Málsnúmer 201307029

Erindi í tölvupósti dags. 15.07.2013 þar sem Stefán Helgi Garðarsson kt. 180576-4529, fyrir hönd Akstursíþróttafélagsins Start, óskar efit leyfi til að halda Enduro keppni að Stóra-Steinsvaði laugardaginn 27.07.2013. Keppnin verður með sama sniði og á síðasta ári og brautin sú sama.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir á að samþykki landeiganda þarf að liggja fyrir, en gerir ekki athugasemd við að ofangreind keppni verði haldin að Stóra-Steinsvaði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Fundargerð 110. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

Málsnúmer 201307001

Lögð er fram 110./17. fundargerð Heilbrigðisnefndar Austurlands dags. 27.06.2013.

Lagt fram til kynningar.

17.Eftirlitsskýrslur Heilbrigðiseftirlits 2013

Málsnúmer 201301099

Lagðar eru fram þrjár eftirlitsskýrslur Heilbrigðiseftirlits Austurlands, dags. 6. júlí 2013. Reglubundið eftirlit norðarn Eyvindarár - geymslu, tippsvæði og eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands dags. 2. júlí 2013. Reglubundið eftirlit, sýnataka vatnsveita Hjaltalundi og Eftirlitsskýrsla dags. 20.06.2013 Leikskóli Skógarland móttökueldhús og lóð.

Lagt fram til kynningar. Nefndin telur rétt að skýrslurnar fái umfjöllun í viðkomandi nefndum.

17.1.Caffé Valný ehf, umsögn vegna rekstrarleyfis.

Málsnúmer 201307025

Lagt fram til kynningar

17.2.Fagradalsbraut 13, umsögn vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 201306027

Lagt fram til kynningar

17.3.Ekra Sumarhús, umsögn vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 201306028

Lagt fram til kynningar

17.4.Eiðar, umsókn um rekstrarleyfi

Málsnúmer 201306064

Lagt fram til kynningar

17.5.Tjarnarbraut 1, umsókn um rekstrarleyfi

Málsnúmer 201306065

Lagt fram til kynningar

17.6.Randaberg, umsögn vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 201306006

Lagt fram til kynningar

17.7.Stóra Vík, umsókn um byggingarleyfi/breytingar.

Málsnúmer 201307024

Lagt fram til kynningar

17.8.Laufás 7, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201304045

Lagt fram til kynningar

17.9.Haugar, umsókn um byggingarleyfi/Fjárhús

Málsnúmer 201306076

Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 19:00.