Kantsteinar í Egilsseli.

Málsnúmer 201307039

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 99. fundur - 24.07.2013

Erindi í tölvupósti dags. 17.07.2013 þar sem Elmar Logi Einarsson kt.171281-4829 óskar eftir að gengð verði frá kantsteini í Egilsseli, einnig er bent á skemmdir, sem orðið hafa á gangstétt á gatnamótum Egilssels og Selbrekku.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að farið verði að ósk bréfritara ef kostnaður við framkvæmdina rúmast innan fjárhagsáætlunar og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að láta kostnaðarmeta verkið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 238. fundur - 14.08.2013

Erindi í tölvupósti dags. 17.07.2013 þar sem Elmar Logi Einarsson kt.171281-4829 óskar eftir að gengið verði frá kantsteini í Egilsseli, einnig er bent á skemmdir, sem orðið hafa á gangstétt á gatnamótum Egilssels og Selbrekku.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarráð að farið verði að ósk bréfritara ef kostnaður við framkvæmdina rúmast innan fjárhagsáætlunar og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að láta kostnaðarmeta verkið.