Fagradalsbraut 15, vegtengingar

Málsnúmer 201307048

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 99. fundur - 24.07.2013

Tölvupóstur dags. 02.07.2013 þar sem Sveinn Sveinsson fyrir hönd Vegagerðarinnar gerir athugasemd vð vegtengingu af plani Atlandsolíu að Fagradalsbraut 15. Einnig er gerð athugasemd við að ekki liggi fyrir upplýsingar um hvar fækka eigi vegtengingum á Fagradalsbraut.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Vegtenginging við planið að Fagradalsbraut 15 hefur verið löguð til samræmis við athugasemd Vegagerðarinnar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að hafin verði vinna við breytingu á deiliskipulagi fyrir Fagradalsbrautina strax á næsta ári og þá verði m.a. tekið á vegtengingum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 238. fundur - 14.08.2013

Tölvupóstur dags. 02.07.2013 þar sem Sveinn Sveinsson fyrir hönd Vegagerðarinnar gerir athugasemd við vegtengingu af plani Atlantsolíu að Fagradalsbraut 15. Einnig er gerð athugasemd við að ekki liggi fyrir upplýsingar um hvar fækka eigi vegtengingum á Fagradalsbraut.

Fram kemur í bókun skipulags- og mannvirkjanefndar að
vegtenginging við planið að Fagradalsbraut 15 hefur verið löguð til samræmis við athugasemd Vegagerðarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarráð að hafin verði vinna við breytingu á deiliskipulagi fyrir Fagradalsbrautina strax á næsta ári og þá verði m.a. tekið á vegtengingum.