Suðursvæði afvötnun

Málsnúmer 201304017

Vakta málsnúmer

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 93. fundur - 10.04.2013

Til umræðu er tillag um skurðakerfi til afvötnunar á svæðinu sunnan við Hamra og Bláargerði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við landeiganda um fyrirhugaða framkvæmd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 99. fundur - 24.07.2013

Til umræðu er afvötnun á svokölluðu Suðursvæði, en fyrri áform um afvötnun hafa ekki gengið eftir, því þarf að finna lausn á þessu vandamáli. Fyrir liggur gróf tillaga að staðsetningu skurða til afvötnunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að gerð verði tillaga um skurðakerfi til afvötnunar og hún ásamt kostnaðaráætlun, verði lögð fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 238. fundur - 14.08.2013

Í meðferð hjá skipulags- og mannvirkjanefnd.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 110. fundur - 12.02.2014

Til umræðu er afvötnun á svokölluðu Suðursvæði, en fyrri áform um afvötnun hafa ekki gengið eftir, því þarf að finna lausn á þessu vandamáli. Fyrir liggur gróf tillaga að staðsetningu skurða til afvötnunar.
Málið var áður á dagskrá 24.7.2013. Fyrir liggur tillaga að afvötnun og kostnaðaráætlun.

Árni yfirgaf fundinn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 111. fundur - 26.02.2014

Til umræðu er afvötnun á svokölluðu Suðursvæði, en fyrri áform um afvötnun hafa ekki gengið eftir, því þarf að finna lausn á þessu vandamáli. Málið var áður á dagskrá 12.2.2014. Fyrir liggur tillaga að skurðstæði ásamt kostnaðaráætlun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir tillögu númer 3 að skurðstæði og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að láta framkvæma verkið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 192. fundur - 05.03.2014

Til umræðu á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var afvötnun á svokölluðu Suðursvæði, en fyrri áform um afvötnun hafa ekki gengið eftir. Því þarf að finna lausn á þessu vandamáli. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 12.2.2014. Fyrir liggur tillaga að skurðstæði ásamt kostnaðaráætlun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn tillögu númer 3 að skurðstæði og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að láta framkvæma verkið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.