Fundargerð 148. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201304077

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 231. fundur - 24.04.2013

Varðandi lið 2 c lagnaleið stofnlagnar frá Smiðjuseli að Lagarfljótsbrú og hugmyndir um að leggja samtímis göngustíg með þjóðveginum og tengja það sama verki.

Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu að fela skipulags- og byggingarfulltrúa, í samráði við HEF, að vinna umsókn til Vegagerðarinnar vegna gerðar á göngustíg meðfram þjóveginum frá Smiðjuseli að Lagarfljótsbrú. Málinu að öðru leyti vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til meðferðar og afgreiðslu.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 177. fundur - 08.05.2013

Varðandi lið 2 c í fundargerð HEF,lagnaleið stofnlagnar frá Smiðjuseli að Lagarfljótsbrú og hugmyndir um að leggja samtímis göngustíg með þjóðveginum og tengja það sama verki.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa, í samráði við HEF, að vinna umsókn til Vegagerðarinnar vegna gerðar á göngustíg meðfram þjóveginum frá Smiðjuseli að Lagarfljótsbrú. Málinu að öðru leyti vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til meðferðar og afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 96. fundur - 29.05.2013

Til umræðu er gerð göngustígs samhliða lagningu hitaveitu frá Smiðjuseli að Lagarfljótsbrú. Málinu var vísað frá Bæjarráði 26.04.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur jákvætt að leggja göngustíg samhliða hitaveitulögninni og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram í samráði við hitaveituna.

Samþykkt með handauppréttingu.