Samningur um þátttöku í landshlutaverkefni í skógrækt

Málsnúmer 201303050

Vakta málsnúmer

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 92. fundur - 27.03.2013

Erindi dagsett 06.02.2013 þar sem Ólöf I. Sigurbjartsdóttir fyrir hönd Héraðs- og Austurlandsskóga tilkynnir, að eigandi jarðarinnar Freyshólar á Fljótsdalshéraði hafi fengið samþykki fyrir samningi um nytjaskógrækt á 199ha. lands á jörð sinni. Meðfylgjandi er afrit samningsins og mynd sem sýnir afmörkun fyrirhugaðs skógræktarsvæðis.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við framlagðan samning.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 174. fundur - 03.04.2013

Afgreiðsla skipulags- og mannvirkjanefndar staðfest.