Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

277. fundur 08. desember 2014 kl. 09:00 - 13:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2014

Málsnúmer 201401038Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar, fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, nr. 17 frá 10. okt. 2014 og 18 frá 26. nóv. 2014.

2.Fundargerð Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands 1. des. 2014

Málsnúmer 201412020Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Leigusamningur við Eignarhaldsfélagið Fasteign.

Málsnúmer 201411153Vakta málsnúmer

Farið yfir mat á tilboðum í endurfjármögnun leigusamnings/lána hjá Fasteignafélaginu Fasteign, em bæjarstjórn hefur samþykkt að nýta uppsagnarákvæði í samningnum miðað við nk. áramót.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Arionbanka í verðtryggt lán á grundvelli tilboðs þeirra frá 25. nóvember.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Einhleypingur 1 - Kauptilboð

Málsnúmer 201412013Vakta málsnúmer

Lagt fram kauptilboð frá HEF í húsnæðið að Einhleypingi 1 í Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra heimild til að ganga til samninga við HEF á grundvelli fyrirliggjandi tilboðsins. Samningurinn verði lagður fyrir bæjarráð til staðfestingar.

5.Umhverfis- og framkvæmdanefnd, fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201408040Vakta málsnúmer

Lögð fram áætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar um ráðstöfun fjármagns á árinu 2015 til framkvæmda. Áætluninni var vístað til afgreiðslu bæjarráðs á síðasta fundi bæjarstjórnar.

Farið yfir áætlunina og hún staðfest.

6.Viðtalsaðstaða fyrir rágjafa Vinnumálastofnunar.

Málsnúmer 201412008Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. des. 2014 um erindi til Sambandsins og afgreiðslu þess við beiðni Vinnumálastofnunar um stuðning sambandsins við því að sveitarfélögin láti Vinnumálastofnun í té aðstöðu fyrir rágjafa sína til að taka viðtöl við atvinnuleitendur.

7.Beiðni um styrk vegna Eldvarnarátaksins 2014.

Málsnúmer 201412012Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi úr tölvupósti dags. 1. des. 2014, frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, með beiðni um styrk vegna eldvarnarátaks til grunnskólabarna og foreldra þeirra 2014.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til fræðslunefndar til afgreiðslu.

8.Samþykktir um gæludýrahald

Málsnúmer 201412001Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands ásamt drögum að breytingum um gæludýrahald.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar til meðferðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Fjarskiptasamband í dreifbýli

Málsnúmer 201302127Vakta málsnúmer

Til fundarins kom Gunnar Þórhallsson frá fyrirtækinu Tengir á Akureyri, til að veita upplýsingar um uppsetningu fjarskiptaneta í dreifbýli og ræða þá möguleika sem eru til staðar í þeim málum á Fljótsdalshéraði. Guðmundur Davíðsson framkv. stjóri HEF var í símasambandi við fundinn og eins sat Haddur Áslaugsson umsjónarmaður tölvumála fundinn undir þessum lið

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða nánar við fulltrúa Tengis um hugsanlega frumathugun á lagningu ljósleiðara um sveitarfélagið og kostnaðarmat á þeirri framkvæmd. Stefnt er að opnum fundi um fjarskiptasamband í sveitarfélaginu í janúar.
10.Húsráð félagsheimilisins Eiðum

Málsnúmer 201411140Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að fela atvinnu- og menningarnefnd að taka málefni félagsheimilisins á Eiðum til skoðunar, til samræmis við verklagsreglur sveitarfélasins varðandi framtíðarstarfsemi félagsheimila frá 20. júní 2012.

11.Leyfisveitingar vegna gistihúsarekstur.

Málsnúmer 201412018Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi úr tölvupósti dags. 5. des. 2014, frá eigendum Tjarnarbrautar 5 Egilsstöðum, með spurningum vegna leyfisveitinga á gistihúsarekstri að Tjarnarbraut 7.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að taka saman drög að svörum og leggja þau fyrir fund bæjarráðs.

12.Kröflulína III, aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 201301260Vakta málsnúmer

Farið yfir umræður á fundi með landeigendum á Jökuldal, þar sem fyrirhugðuð Kröflulína 3 mun liggja um skv. skipulagi.

Samþykkt að ýmis þau mál sem fram komu á fundinum verða rædd við væntanlegan framkvæmdaaðila. Sveitarfélagið mun einnig fara frekar yfir málið þegar umsókn um framkvæmdaleyfi liggur fyrir.

13.Hátungur deiliskipulag

Málsnúmer 201411055Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að umhverfis og framkvæmdanefnd hefur þegar samþykkt framlagða lýsingu vegna skipulagsáforma um deiliskipulag fyrir Hátungur Vatnajökulsþjóðgarði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð framlagða lýsingu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagna Skipulagsstofnunar og umsagnaraðila og kynna fyrir almenningi samkvæmt 30 gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Tillaga til þingsályktunar um dag helgaðan fræðslu um mannréttindi barna.

Málsnúmer 201411173Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 27. nóv. 2014, með umsagnarbeiðni við tillögu til þingsályktunar um dag helgaðan fræðslu um mannréttindi barna.

Bæjarráð mun ekki veita sérstaka umsögn um frumvarpið.

15.Frumvarp til laga um almannatryggingar

Málsnúmer 201411175Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 28. nóv. 2014, umsagnarbeiðni vegna frumvarps til laga um almannatryggingar (aldurstengd örorkuuppbót).

Bæjarráð mun ekki veita sérstaka umsögn um frumvarpið.

16.Frumvarp til laga um 40 stunda vinnuviku o.fl.(færsla frídaga að helgum)

Málsnúmer 201412002Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur, dags. 28. nóv. 2014, frá velferðarnefnd Alþingis, með beiðni um umsögn við frumvarpi til laga um 40 stunda vinnuviku (færsla frídaga að helgum).

Bæjarráð mun ekki veita sérstaka umsögn um frumvarpið.

17.Frumvarp til laga um húsaleigubætur (réttur námsmanna)

Málsnúmer 201412009Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Velferðarnefnd Alþingis, dags. 2. des. 2014, umsagnarbeiðni vegna frumvarps til laga um húsaleigubætur (réttur námsmanna).

Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar.

18.Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (fasteignaskattur af atvinnuhúsnæði o.fl).

Málsnúmer 201412016Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 4. des. 2014 með beiðni um umsögn við frumvarpi til laga um tekjustofna sveitarfélaga (fasteignaskattur af atvinnuhúsnæði).

Bæjarráð mun ekki veita sérstaka umsögn um frumvarpið.

19.Umdæmamörk sýslumanna og lögreglustjóra

Málsnúmer 201406037Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs tekur undur þá bókun bæjarráðs Fjarðabyggðar að mikilvægt sé að lögreglan á Hornafirði verði áfram hluti af umdæmi lögreglunnar á Austurlandi, líkt og verið hefur frá árinu 2007 þegar hún var sameinuð embætti sýslumannsins á Eskifirði. Reynslan af því samstarfi hefur verið góð. Ekki er forsvaranlegt að slíta í sundur nýtt embætti lögreglunnar á Austurlandi þegar ekki liggur fyrir fjárhagsleg greining á styrk þess. Ef til breytinga kemur verður að liggja fyrir að nýtt embætti lögreglustjóra á Austurlandi verði styrkt frekar til að það geti sinnt hlutverki sínu í framtíðinni. Þá er áréttað að sveitarfélagið Hornafjörður á enn samstarf með Austurlandi á ýmsum sviðum, samanber Vinnumarkaðsráði, Heilbrigðiseftirliti Austurlands, austurumdæmi Matvælastofnunar o.fl.

Fundi slitið - kl. 13:15.