Húsráð félagsheimilisins Eiðum

Málsnúmer 201411140

Atvinnu- og menningarnefnd - 9. fundur - 24.11.2014

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að Guðmundur Sveinsson Kröyer verði fulltrúi sveitarfélagsins í húsráði félagsheimilisins á Eiðum. Jafnframt óskar nefndin eftir að Kvenfélag Eiðaþinghár og Ungmennafélagið Fram tilefni fulltrúa sína í húsráðið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 208. fundur - 03.12.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að Guðmundur Sveinsson Kröyer verði fulltrúi sveitarfélagsins í húsráði félagsheimilisins á Eiðum. Þá er bæjarráði jafnframt falið að taka samninginn um félagsheimilið á Eiðum til endurskoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 277. fundur - 08.12.2014

Bæjarráð samþykkir að fela atvinnu- og menningarnefnd að taka málefni félagsheimilisins á Eiðum til skoðunar, til samræmis við verklagsreglur sveitarfélasins varðandi framtíðarstarfsemi félagsheimila frá 20. júní 2012.

Atvinnu- og menningarnefnd - 14. fundur - 23.02.2015

Málefni gamla barnaskólans á Eiðum rædd. Starfsmanni falið að hafa samband við Kvenfélag Eiðaþinghár vegna núverandi reksturs gamla barnaskólans á Eiðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.