Atvinnu- og menningarnefnd

14. fundur 23. febrúar 2015 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson aðalmaður
  • Kristjana Jónsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Björnsdóttir varamaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.List án landamæra 2015, umsókn um styrk

Málsnúmer 201502105

Fyrir liggur umsókn um styrk frá Þroskahjálp á Austurlandi, undirrituð af Kristínu Rut Eyjólfsdóttur, vegna Listar án landamæra.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 150.000 sem tekið verði af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

2.Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201410062

Farið yfir drög að starfslýsingu fyrir forstöðumann Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs.

Atvinnu og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og felur starfsmanni að auglýsa eftir forstöðumanni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Húsráð gamla barnaskólans á Eiðum

Málsnúmer 201411140

Málefni gamla barnaskólans á Eiðum rædd. Starfsmanni falið að hafa samband við Kvenfélag Eiðaþinghár vegna núverandi reksturs gamla barnaskólans á Eiðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna

Málsnúmer 201408045

Fyrir liggur til kynningar fundargerð starfshóps um mótun dagskrár til að minnast 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Frumvarp til laga um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum

Málsnúmer 201502066

Fyrir liggur til umsagnar frumvarp til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn
til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.

Atvinnu- og menningarnefnd líst vel á markmið fumvarpsins og gerir ekki athugasemdir við það.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Fundargerð fagráðs Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201502119

Fyrir liggur fundargerð fagráðs Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, frá 10. febrúar 2015.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Starfsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2015

Málsnúmer 201411100

Fyrir liggja drög að starfsáætlun atvinnu- og menningarnefndar. Málið var síðast á dagskrá 9. febrúar 2015.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi starfsáætlun með handauppréttingu.

8.Umsókn um styrk vegna MORFÍS keppni á Egilsstöðum

Málsnúmer 201502146

Fyrir liggur umsókn um styrk frá Málfundarfélagi Menntaskólans á Egilsstöðum vegna Morfís-keppni sem fyrirhuguð er á Egilsstöðum.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 30.000 sem verði tekið af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:00.