Umdæmamörk sýslumanna og lögreglustjóra

Málsnúmer 201406037

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 258. fundur - 27.06.2014

Lagður fram tölvupóstur, dags. 5.júní 2014 frá Guðjóni Bragasyni, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi umsagnir um nýsett lög um umdæmamörk sýslumanna og lögreglustjóra.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugsemd við tillögur innanríkisráðuneytisins en leggur áherslu á að tekið verði tillit til þeirra athugsemda sem bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur áður gert í þessu máli. Þ.e. að starfsstöðin á Egilsstöðum verði efld hvað varðar hefðbundar afgreiðslur embættisins.

Bæjarstjóra falið að koma á fundi bæjarráðs með sýslumanni þar sam farið verði yfir málefni embættisins og starfsstöðvarinnar á Egilsstöðum.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 200. fundur - 01.07.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugsemd við tillögur innanríkisráðuneytisins en leggur áherslu á að tekið verði tillit til þeirra athugsemda sem bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur áður gert í þessu máli. Þ.e. að starfsstöðin á Egilsstöðum verði efld hvað varðar hefðbundnar afgreiðslur embættisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 277. fundur - 08.12.2014

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs tekur undur þá bókun bæjarráðs Fjarðabyggðar að mikilvægt sé að lögreglan á Hornafirði verði áfram hluti af umdæmi lögreglunnar á Austurlandi, líkt og verið hefur frá árinu 2007 þegar hún var sameinuð embætti sýslumannsins á Eskifirði. Reynslan af því samstarfi hefur verið góð. Ekki er forsvaranlegt að slíta í sundur nýtt embætti lögreglunnar á Austurlandi þegar ekki liggur fyrir fjárhagsleg greining á styrk þess. Ef til breytinga kemur verður að liggja fyrir að nýtt embætti lögreglustjóra á Austurlandi verði styrkt frekar til að það geti sinnt hlutverki sínu í framtíðinni. Þá er áréttað að sveitarfélagið Hornafjörður á enn samstarf með Austurlandi á ýmsum sviðum, samanber Vinnumarkaðsráði, Heilbrigðiseftirliti Austurlands, austurumdæmi Matvælastofnunar o.fl.