Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn, að sorphirðugjald verði hækkað um 2,5% vegna aukins kostnaðar.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að komið verði á fót vinnuhóp skipaður fulltrúum frá umhverfis- og framkvæmdanefnd, félagsmálanefnd og bæjarráði, sem geri stöðuúttekt á íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins og gerð verði þarfagreining í framhaldi.
Nefndin telur að það fjármagn sem ætlað er í viðhald gatna dugi enganvegin fyrir lágmarksviðhaldsþörf.
Nefndin vekur athygli bæjarstjórnar á því, að samningur við Íslenska gámafélagið rennur út í lok næsta árs og ekki er gert ráð fyrir fjármagni í fjárhagsramma nefndarinnar vegna vinnu við gerð útboðs.
Lögð eru fram drög að fjárhagsáætlun 2015. Málið var áður á dagskrá 23.09.2014.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun að öðru leiti en sem fram kemur í bókun nefndarinnar frá 8. fundi. Nefndin telur fjárhagsramman of þröngan sem leiðir til of lítils viðhaldsfé í gatnakerfið.
Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var lögð fram tillaga að fjárfestingaverkefnum árið 2015.
Gunnar Jónsson lagðifram eftirfarandi tillögu. Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögu um fjárfestingaverkefni fyrir árið 2015 til bæjarráðs til afgreiðslu.
Samþykkt með 6 atkv. meirihluta gegn 3 atkvæðum minnihluta.
Lögð fram áætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar um ráðstöfun fjármagns á árinu 2015 til framkvæmda. Áætluninni var vístað til afgreiðslu bæjarráðs á síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að stefna á aukafund um fjárhagsáætlun 2015 fimmtudaginn 4.september 2014.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.