Hátungur deiliskipulag

Málsnúmer 201411055

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 12. fundur - 26.11.2014

Lögð er fram lýsing vegna skipulagsáforma um deiliskipulag fyrir Hátungur Vatnajökulsþjóðgarði dagsett 08.09.2014.

Ágústa Björnsdóttir vék af fundi kl. 19:15.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða lýsingu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagna Skipulagsstofnunar og umsagnaraðila og kynna fyrir almenningi samkvæmt 40.gr.skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 277. fundur - 08.12.2014

Fyrir liggur að umhverfis og framkvæmdanefnd hefur þegar samþykkt framlagða lýsingu vegna skipulagsáforma um deiliskipulag fyrir Hátungur Vatnajökulsþjóðgarði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð framlagða lýsingu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagna Skipulagsstofnunar og umsagnaraðila og kynna fyrir almenningi samkvæmt 30 gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 14. fundur - 15.01.2015

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi, Hátungur Vatnajökulsþjóðgarði.Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 02.01.2015 og í greinargerð og umhverfisskýrslu dagsett 01.11.2013 og felur m.a. í sér skipulag fyrir landvarðarhús, salernisaðstöðu.
Tillagan hefur verið kynnt samkvæmt 40.gr. Skipulagslaga nr.123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til við bæjarstjórn að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 209. fundur - 21.01.2015

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi, Hátungur Vatnajökulsþjóðgarði. Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 02.01. 2015 og í greinargerð og umhverfisskýrslu dagsett 01.11. 2013 og felur m.a. í sér skipulag fyrir landvarðarhús, salernisaðstöðu.
Tillagan hefur verið kynnt samkvæmt 40.gr. Skipulagslaga nr.123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og leggur til við bæjarstjórn að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 20. fundur - 25.03.2015

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 21.01.2015 að auglýsa tillögu að skipulagi fyrir Hátungur Vatnajökulsþjóðgarði á Fljótsdalshéraði. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 02.01.2015 og í greinargerð og umhverfisskýrslu útgáfa 4.08 var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 29.01. til 12.03.2015 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 12.03.2015.

Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
1) Minjastofnun dagsett 06.02.2015.
2) Heilbrigðiseftirliti Austurlands dagsett 09.02.2015.
3) Umhverfisstofnun dagsett 19.02.2015.
4) Vegagerðinni dagsett 04.03.2015.
5) Skipulagsstofnun dagsett 05.03.2015.
6) Veðurstofu Íslands, athugasemd við skipulagslýsingu dagsett 29.01.2015.

Í vinnslu

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 37. fundur - 09.12.2015

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 21.01.2015 að auglýsa tillögu að skipulagi fyrir Hátungur Vatnajökulsþjóðgarði á Fljótsdalshéraði. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 02.01.2015 og í greinargerð og umhverfisskýrslu útgáfa 4.08 var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 29.01. til 12.03.2015 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 12.03.2015.

Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
1) Minjastofnun dagsett 06.02.2015.
2) Heilbrigðiseftirliti Austurlands dagsett 09.02.2015.
3) Umhverfisstofnun dagsett 19.02.2015.
4) Vegagerðinni dagsett 04.03.2015.
5) Skipulagsstofnun dagsett 05.03.2015.
6) Veðurstofu Íslands, athugasemd við skipulagslýsingu dagsett 29.01.2015.
Málið var áður á dagskrá 25.03.2015.
Fyrir liggur skjal "Athugasemdir og svör við þeim dags. 04.12.2015"

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með áorðnum breytingum og hún send Skipulagsstofnun til meðferðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 229. fundur - 16.12.2015

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 21.01. 2015 að auglýsa tillögu að skipulagi fyrir Hátungur Vatnajökulsþjóðgarði á Fljótsdalshéraði. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 02.01. 2015 og í greinargerð og umhverfisskýrslu útgáfa 4.08 var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 29.01. til 12.03.2015 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 12.03. 2015.

Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
1) Minjastofnun dagsett 06.02.2015.
2) Heilbrigðiseftirliti Austurlands dagsett 09.02.2015.
3) Umhverfisstofnun dagsett 19.02.2015.
4) Vegagerðinni dagsett 04.03.2015.
5) Skipulagsstofnun dagsett 05.03.2015.
6) Veðurstofu Íslands, athugasemd við skipulagslýsingu dagsett 29.01.2015.
Málið var áður á dagskrá 25.03.2015.
Fyrir liggur skjal "Athugasemdir og svör við þeim dags. 04.12.2015"

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn tillöguna með áorðnum breytingum og að hún verði send Skipulagsstofnun til meðferðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 42. fundur - 09.03.2016

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 21.01.2015 að auglýsa tillögu að skipulagi fyrir Hátungur Vatnajökulsþjóðgarði á Fljótsdalshéraði. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 02.01.2015 og í greinargerð og umhverfisskýrslu útgáfa 4.08 var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 29.01. til 12.03.2015 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 12.03.2015. Bæjarstjórn samþykkti tillöguna þann 16.12.2015 með áorðnum breytingum og að hún yrði send Skipulagsstofnun til meðferðar. Skipulagsstofnun gat ekki tekið afstöðu til tillögunnar þar sem rökstyðja þarf þörfina fyrir byggingarmagni og jafnframt að rökstyðja fjölda bílastæða og aðlögun þeirra að landi. Fyrir liggur leiðrétt tillaga að deiliskipulagi fyrir Hátungur í Vatnajökulsþjóðgarði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með áorðnum breytingum og hún send Skipulagsstofnun til meðferðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 43. fundur - 22.03.2016

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi, Hátungur sem er á milli Brúarjökuls og Eyjabakkajökuls, Vatnajökulsþjóðgarði.Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 09.03.2016 og í greinargerð og umhverfisskýrslu dagsett 09.03.2016 og felur m.a. í sér skipulag fyrir landvarðarhús og salernisaðstöðu.
Tillagan hefur verið kynnt samkvæmt 40.gr. Skipulagslaga nr.123/2010 og var auglýst samkvæmt 41. gr. skipulagslaga, frestur til að skila athugasemdum var frá 29. janúar til 12. mars 2015. Þar sem of langur tími er liðinn frá athugasemdafresti samkvæmt 2. mgr. 42. gr. skipulagslaga þarf að auglýsa tillöguna að nýju.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til við bæjarstjórn að hún verði auglýst að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 06.04.2016

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi, Hátungur sem er á milli Brúarjökuls og Eyjabakkajökuls, Vatnajökulsþjóðgarði. Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 09.03. 2016 og í greinargerð og umhverfisskýrslu dagsett 09.03. 2016 og felur m.a. í sér skipulag fyrir landvarðarhús og salernisaðstöðu.
Tillagan hefur verið kynnt samkvæmt 40. gr. Skipulagslaga nr.123/2010 og var auglýst samkvæmt 41. gr. skipulagslaga, frestur til að skila athugasemdum var frá 29. janúar til 12. mars 2015. Þar sem of langur tími er liðinn frá athugasemdafresti samkvæmt 2. mgr. 42. gr. skipulagslaga þarf að auglýsa tillöguna að nýju.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og að hún verði auglýst að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.