Leigusamningur við Eignarhaldsfélagið Fasteign.

Málsnúmer 201411153

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 276. fundur - 01.12.2014

Undir þessum lið mættu Magnús Jónsson frá KPMG og Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri.

Farið yfir leigusamning við Eignarhaldsfélagið Fasteign vegna leikskólans Skógarlandi og Fellavallar og lán sem standa á bak við leigusamninginn. Fljótsdalshérað hefur til áramóta heimild til uppgreiðslu leiguskuldbindingar án álags, skv. leigusamningi við Eignarhaldsfélagið Fasteign.
Jafnframt kynnt endurfjármögnunartilboð frá Íslandsbanka og Arion banka vegna mögulegrar uppgreiðslu á þeirri leiguskuldbindingu og mat starfsmanna KPMG á tilboðum bankann, með hliðsjón af kjörum leigusamningsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Á grundvelli fyrirliggjandi gagna samþykkir bæjarráð að nýta kaupréttarákvæði í leigusamningi við Eignarhaldsfélagið Fasteign m.v. næstkomandi áramót.
Varðandi tilboð í fjármögnun verður tekin endanleg afstaða til þeirra á næsta fundi bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 208. fundur - 03.12.2014

Á fundi bæjarráðs var farið yfir leigusamning við Eignarhaldsfélagið Fasteign vegna leikskólans Skógarlandi og Fellavallar og lán sem standa á bak við leigusamninginn. Fljótsdalshérað hefur til áramóta heimild til uppgreiðslu þeirrar leiguskuldbindingar án álags, skv. leigusamningi við Eignarhaldsfélagið Fasteign.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs og á grundvelli fyrirliggjandi gagna, samþykkir bæjarstjórn að nýta kaupréttarákvæði í leigusamningi við Eignarhaldsfélagið Fasteign m.v. næstkomandi áramót.
Varðandi tilboð í fjármögnun verður tekin endanleg afstaða til þeirra á næsta fundi bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 277. fundur - 08.12.2014

Farið yfir mat á tilboðum í endurfjármögnun leigusamnings/lána hjá Fasteignafélaginu Fasteign, em bæjarstjórn hefur samþykkt að nýta uppsagnarákvæði í samningnum miðað við nk. áramót.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Arionbanka í verðtryggt lán á grundvelli tilboðs þeirra frá 25. nóvember.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.