Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

276. fundur 01. desember 2014 kl. 09:00 - 12:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer 1. varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2014

Málsnúmer 201401002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti talnaefni úr rekstri sveitarfélagsins.

2.Skólaskrifstofa Austurlands

Málsnúmer 201411123

Lagt fram til kynningar, fundargerð framkvæmdastjórnar SKA frá 21. nóv. 2014 og fundargerð stjórnar SKA frá 21. nóv. 2014, ásamt skýrslu stjórnarformanns til aðalfundar Skólaskrifstofu Austurlands.

3.Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2014

Málsnúmer 201410143

Fundargerð aðalfundar 21. nóvember 2014 lögð fram til kynningar.

4.Fundargerð 4. fundar stjórnar Brunavarna á Héraði

Málsnúmer 201411139

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Fundargerð 822. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201411163

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014-2018

Málsnúmer 201411154

Lögð fram til kynningar stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir árin 2014-2018.

7.N4: Beiðni um stuðning við þáttagerð 2015

Málsnúmer 201411151

Stefán Bogi vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

Lagt fram erindi sem barst í tölvupósti 25. nóvember 2014 frá Gísla Sigurgeirssyni, með beiðni um stuðning við þáttagerð um málefni Austurlands á sjónvarpsstöðin N4 árið 2015.

Bæjarráð vísar málinu til atvinnu- og menningarnefndar til ufjöllunar og afgreiðslu nefndarinnar.

8.Beiðni um afnotasamning vegna Stekkhólma

Málsnúmer 201410133

Fyrir er tekið á ný erindi frá hestamannafélaginu Freyfaxa um gerð leigusamnings um land á Stekkhólma.

Fyrir liggur einnig erindi sem barst í tölvupósti frá Hrossaræktarsamtökum Austurlands, þar sem óskað er eftir afnotum af þeim hluta landsins sem stóðhestagirðingar ná til.

Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarstóra að ganga til samninga við Freyfaxa á grunnvelli gildandi samnings þar um, vegna afnota af landi sveitarfélagsins í Stekkhólma. Bæjarráð mælist til að mörk hins leigða lands verði endurskoðuð, með tilliti til þess hluta sem er deiliskipulagður sem hesthúsabyggð.
Jafnframt að í þeim samningi verði hugað að afnotarétti fyrir Hrossaræktarsamtök Austurlands.

9.Tillaga til þingsályktunar um kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum

Málsnúmer 201411143

Lagður fram tölvupóstur frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 24. nóv. 2014 með beiðni um umsögn við þingsályktunartillögu um kaup ríkisins á Grímstöðum á Fjöllum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð telur engin rök liggja til þess að Íslenska ríkið kaupi upp jarðir í óljósum tilgangi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Fundur stofnaðila Austurbrúar

Málsnúmer 201411157

Lögð fram skýrsla til stofnaðila Austurbrúar ásamt fundarboði 11. des. n.k. kl. 14:00, að Vonarlandi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að fulltrúar bæjarráðs og bæjarstjóri sitji funinn og að Björn Ingimarsson bæjarstjóri fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á honum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Verkfall tónlistarkennara

Málsnúmer 201411065

Bæjarráð fagnar því að samninganefndir tónlistarkennara og sveitarfélaga hafi nú náð samkomulagi um nýjan kjarasamning tónlistarkennara.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Á grundvelli þess hvað verkfall tónlistarkennara stóð lengi, leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að skólagjöld nemenda tónlistarskólanna á Fljótsdalshéraði verði endurreiknuð þannig
að upphæð sem nemur þriðjungi skólagjalda á haustönn verði felld niður.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Fjarskiptasamband í dreifbýli

Málsnúmer 201302127

Farið yfir nýjustu upplýsingar um stöðu mála.

Bæjarráð samþykkir að taka málið upp á næsta fundi og
afla frekari upplýsinga m.a. með því að fá á þann fund aðila sem á undanförnum árum hefur unnið að uppbyggingu fjarskiptakerfa á landsbyggðinni.

13.Jólaleyfi bæjarstjórnar 2014

Málsnúmer 201411166


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð leggur til að jólaleyfi bæjarstjórnar verði frá og með 4. desember til og með 20. janúar. Jafnframt leggur bæjarráð til að bæjarstjórn veiti bæjarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu mála, sbr. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr 138/2011, meðan bæjarstjórn er í jólaleyfi.
Áformaðir fundir bæjarráðs eru 8. og 15. desember og 12. og 19. janúar, en boðað verði til aukafunda ef þurfa þykir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Leigusamningur við Eignarhaldsfélagið Fasteign.

Málsnúmer 201411153

Undir þessum lið mættu Magnús Jónsson frá KPMG og Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri.

Farið yfir leigusamning við Eignarhaldsfélagið Fasteign vegna leikskólans Skógarlandi og Fellavallar og lán sem standa á bak við leigusamninginn. Fljótsdalshérað hefur til áramóta heimild til uppgreiðslu leiguskuldbindingar án álags, skv. leigusamningi við Eignarhaldsfélagið Fasteign.
Jafnframt kynnt endurfjármögnunartilboð frá Íslandsbanka og Arion banka vegna mögulegrar uppgreiðslu á þeirri leiguskuldbindingu og mat starfsmanna KPMG á tilboðum bankann, með hliðsjón af kjörum leigusamningsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Á grundvelli fyrirliggjandi gagna samþykkir bæjarráð að nýta kaupréttarákvæði í leigusamningi við Eignarhaldsfélagið Fasteign m.v. næstkomandi áramót.
Varðandi tilboð í fjármögnun verður tekin endanleg afstaða til þeirra á næsta fundi bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 12:00.