N4: Beiðni um stuðning við þáttagerð 2015

Málsnúmer 201411151

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 276. fundur - 01.12.2014

Stefán Bogi vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

Lagt fram erindi sem barst í tölvupósti 25. nóvember 2014 frá Gísla Sigurgeirssyni, með beiðni um stuðning við þáttagerð um málefni Austurlands á sjónvarpsstöðin N4 árið 2015.

Bæjarráð vísar málinu til atvinnu- og menningarnefndar til ufjöllunar og afgreiðslu nefndarinnar.

Atvinnu- og menningarnefnd - 10. fundur - 08.12.2014

Lagt fram erindi sem barst í tölvupósti 25. nóvember 2014 frá Gísla Sigurgeirssyni, með beiðni um stuðning við þáttagerð um málefni Austurlands á sjónvarpsstöðinni N4 árið 2015.

Bæjarráð vísaði málinu á fundi sínum 1. desember til atvinnu- og menningarnefndar til ufjöllunar og afgreiðslu.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að styrkur til verkefnisins að upphæð kr. 300.000 verði tekinn af lið 13.69, undir fjárhagsáætlun fyrir árið 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 278. fundur - 15.12.2014

Lagt fram erindi sem barst í tölvupósti 25. nóvember 2014 frá Gísla Sigurgeirssyni, með beiðni um áframhaldandi stuðning við þáttagerð um málefni Austurlands á sjónvarpsstöðinni N4 árið 2015.
Bæjarráð vísaði málinu á fundi sínum 1. desember til atvinnu- og menningarnefndar til umfjöllunar og afgreiðslu.

Stefán Bogi Sveinsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa máls.

Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarráð að styrkur til verkefnisins að upphæð kr. 300.000 verði tekinn af lið 13.69, undir fjárhagsáætlun fyrir árið 2015.
Jafnframt samþykkir bæjarráð að styrkur að upphæð kr. 300.000 verði tekinn af liðnum kynningarmál í málafokki 21.
Þannig verður heildarupphæð styrksins á árinu 2015 kr. 600.000.

Samþykkt með handauppréttingu, en 1 var fjarverandi (SBS)