Atvinnu- og menningarnefnd

10. fundur 08. desember 2014 kl. 17:00 - 20:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson aðalmaður
  • Kristjana Jónsdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.N4: Beiðni um stuðning við þáttagerð 2015

Málsnúmer 201411151Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi sem barst í tölvupósti 25. nóvember 2014 frá Gísla Sigurgeirssyni, með beiðni um stuðning við þáttagerð um málefni Austurlands á sjónvarpsstöðinni N4 árið 2015.

Bæjarráð vísaði málinu á fundi sínum 1. desember til atvinnu- og menningarnefndar til ufjöllunar og afgreiðslu.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að styrkur til verkefnisins að upphæð kr. 300.000 verði tekinn af lið 13.69, undir fjárhagsáætlun fyrir árið 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Umsókn um styrk til að skrifa flugsögu Austurlands.

Málsnúmer 201411059Vakta málsnúmer

Fyrir liggur styrkumsókn, undirrituð af Benedikt V. Warén, vegna ritunar flugsögu Austurlands.

Atvinnu- og menningarnefnd lýsir áhuga á verkefninu og leggur til að það verði styrkt um kr. 50.000 sem tekið verði af lið 05.89 undir fjárhagsáætlun árið 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Byggingar og aðrar minjar á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201411127Vakta málsnúmer

Á fundinn undir þessum lið mætti Rúnar Leifsson, minjavörður Austurlands sem uppfræddi nefndina m.a. um minjalög, Minjastofnun Íslands, byggingar og aðrar menningarminjar á Fljótsdalshéraði.
Rúnari að lokum þökkuð fróðleg kynning og umræða.

4.Frumkvöðlasetur

Málsnúmer 201411028Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samkomulagi um frumkvöðlasetur. Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að samkomulagi með fyrirvara um að aðrir aðilar, sem um er getið í drögunum, komi einnig að þvi. Hlutdeild Fljótsdalshéraðs verði tekin af lið 13.81, undir fjárhagsáætlun fyrir árið 2015. Nefndin felur formanni og starfsmanni að fullvinna málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Sameiginleg markaðssetning sveitarfélaga á Austurlandi og Austurbrúar

Málsnúmer 201411171Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tillögur að sameiginlegri birtingaráætlun sveitarfélaga á Austurlandi og Austurbrúar, vegna auglýsinga um Austurland sem áhugaverðan áfangastað ferðamanna.

Atvinnu og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi áætlun og framlag Fljótsdalshéraðs verði allt að kr. 562.000, að því gefnu að önnur sveitarfélög og Austurbrú komi að verkefninu. Fjármagnið verði tekið af lið 13.63.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Starfsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2015

Málsnúmer 201411100Vakta málsnúmer

Fyrir liggur uppkast frá síðasta fundi nefndarinnar um starfsáætlun fyrir 2015. Formanni og starfsmanni falið að vinna endanlega útfærslu áætlunarinnar og leggja fyrir nefndina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Uppsögn leigusamnings um húsnæði á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum

Málsnúmer 201412014Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 28. nóvmeber 2014, undirritaður af Stefaníu G. Kristinsdóttur, þar sem Hús handanna, sem annar samningsaðili, óskar eftir uppsögn leigusamnings vegna húsnæðis á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum, frá og með 1. október 2014.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni og formanni að ganga frá slitum á núverandi samningi við samningsaðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Snorraverkefnið / beiðni um stuðning við verkefnið árið 2015

Málsnúmer 201411174Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni frá Snorrasjóði, dagsett 17. nóvember 2014, um stuðning við Snorraverkefnið 2015. En verkefnið lýtur að því að veita ungu fólki af íslenskum ættum í Norður-Ameríku tækifæri til að kynnast rótum sínum á Íslandi.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 75.000 sem tekið verði af lið 05.89 undir fjárhagsáætlun árið 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Beiðni um styrk/Dúkkulísur

Málsnúmer 201411118Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Bergsól ehf, dags. 14. nóvember 2014 með beiðni um styrk vegna gerðar heimildarmyndar um kvennahljómsveitina Dúkkulísurnar.
Erindinu var vísað frá bæjarráði til nefndarinnar 24. nóvember.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 150.000 sem tekið verði af lið 05.89 undir fjárhagsáætlun fyrir árið 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:00.