Beiðni um styrk/Dúkkulísur

Málsnúmer 201411118

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 275. fundur - 24.11.2014

Lagt fram erindi frá Bergsól ehf, dags. 14. nóv. 2014 með beiðni um styrk vegna gerðar heimildarmyndar um kvennahljómsveitina Dúkkulísurnar.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og menningarnefndar til afgreiðslu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 10. fundur - 08.12.2014

Lagt fram erindi frá Bergsól ehf, dags. 14. nóvember 2014 með beiðni um styrk vegna gerðar heimildarmyndar um kvennahljómsveitina Dúkkulísurnar.
Erindinu var vísað frá bæjarráði til nefndarinnar 24. nóvember.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 150.000 sem tekið verði af lið 05.89 undir fjárhagsáætlun fyrir árið 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 278. fundur - 15.12.2014

Lagt fram erindi frá Bergsól ehf, dags. 14. nóvember 2014 með beiðni um styrk vegna gerðar heimildarmyndar um kvennahljómsveitina Dúkkulísurnar.
Erindinu var vísað frá bæjarráði til nefndarinnar 24. nóvember.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarráð að verkefnið verði styrkt um kr. 150.000 sem tekið verði af lið 05.89 undir fjárhagsáætlun fyrir árið 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.