Frumkvöðlasetur

Málsnúmer 201411028

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 8. fundur - 10.11.2014

Á fundinn undir þessum lið mætti Unnar Erlingsson frá Austurneti og kynnti humyndir um stofnun frumkvöðlaseturs.

Atvinnu- og menningarnefnd tekur vel í fyrirliggjandi hugmyndir um aðkomu að stofnun frumkvöðlaseturs í samstarfi við aðra hagsmunaaðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 207. fundur - 19.11.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og tekur vel í fyrirliggjandi hugmyndir um aðkomu að stofnun frumkvöðlaseturs í samstarfi við aðra hagsmunaaðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 10. fundur - 08.12.2014

Fyrir liggja drög að samkomulagi um frumkvöðlasetur. Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að samkomulagi með fyrirvara um að aðrir aðilar, sem um er getið í drögunum, komi einnig að þvi. Hlutdeild Fljótsdalshéraðs verði tekin af lið 13.81, undir fjárhagsáætlun fyrir árið 2015. Nefndin felur formanni og starfsmanni að fullvinna málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 278. fundur - 15.12.2014

Fyrir liggja drög að samkomulagi um frumkvöðlasetur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarráð fyrirliggjandi drög að samkomulagi með fyrirvara um að aðrir aðilar, sem um er getið í drögunum, komi einnig að því eins og þar er gert ráð fyrir.
Hlutdeild Fljótsdalshéraðs verði tekin af lið 13.81, undir fjárhagsáætlun fyrir árið 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Málið að öðru leyti í vinnslu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 11. fundur - 12.01.2015

Fyrir liggja drög að samkomulagi milli Fljótsdalshéraðs, Afls starfsgreinafélags, AN lausna og Austurbrúar um Hugvang frumkvöðlasetur.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að samkomulagi fyrir sitt leyti. Nefndin leggur til að Þórður Mar Þorsteinsson verði fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn frumkvöðlasetursins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 209. fundur - 21.01.2015

Fyrir liggja drög að samkomulagi milli Fljótsdalshéraðs, Afls starfsgreinafélags, AN lausna og Austurbrúar um Hugvang frumkvöðlasetur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög að samkomulagi fyrir sitt leyti. Bæjarstjórn samþykkir að Þórður Mar Þorsteinsson verði fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn frumkvöðlasetursins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.