Tillaga til þingsályktunar um kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum

Málsnúmer 201411143

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 276. fundur - 01.12.2014

Lagður fram tölvupóstur frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 24. nóv. 2014 með beiðni um umsögn við þingsályktunartillögu um kaup ríkisins á Grímstöðum á Fjöllum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð telur engin rök liggja til þess að Íslenska ríkið kaupi upp jarðir í óljósum tilgangi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 208. fundur - 03.12.2014

Lagður fram tölvupóstur frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 24. nóv. 2014 með beiðni um umsöng við þingsályktunartillögu um kaup ríkisins á Grímstöðum á fjöllum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og telur engin rök liggja til þess að íslenska ríkið kaupi upp jarðir í óljósum tilgangi.

Samþykkt með 7 atkv. en 2 sátu hjá (RRI og S.Bl.)