Fundur stofnaðila Austurbrúar

Málsnúmer 201411157

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 276. fundur - 01.12.2014

Lögð fram skýrsla til stofnaðila Austurbrúar ásamt fundarboði 11. des. n.k. kl. 14:00, að Vonarlandi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að fulltrúar bæjarráðs og bæjarstjóri sitji funinn og að Björn Ingimarsson bæjarstjóri fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á honum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 208. fundur - 03.12.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráð samþykkir bæjarstjórn að fulltrúar bæjarráðs og bæjarstjóri sitji fundinn þann 11. desember 2014 og að Björn Ingimarsson bæjarstjóri fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á honum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 278. fundur - 15.12.2014

Bæjarráð samþykkir að koma að endurskipulagningu fjárhags Austurbrúar út frá þeim forsendum sem fram koma í tillögum að fjárhagsáætlun ársins 2015 og framkvæmdaáætlun, sem Austurbrú hefur mótað.
Í ljósi aukinnar aðkomu stofnaðila að fjármögnun Austurbrúar næstu ár óskar bæjarráð eftir því að vera með reglubundnum hætti upplýst um stöðu þeirra áætlana sem liggja til grundvallar endurskipulagningunni.
Ofangreint er skilyrt því að framlag allra sveitarfélaga liggi fyrir sem og annarra stofnaðila, ásamt framlagi ríkisins og stofnanna þess.
Einnig að fjárhagsáætlun Austurbrúar fyrir árið 2015 haldi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.