Samþykktir um gæludýrahald

Málsnúmer 201412001

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 277. fundur - 08.12.2014

Lagt fram erindi frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands ásamt drögum að breytingum um gæludýrahald.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar til meðferðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 13. fundur - 10.12.2014

Lagt er fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands dagsett 29.11.2014 ásamt drögum að samþykktum, sem hafa farið til umsagnar hjá lögfræðingi og héraðsdýralækni. Annars vegar er um að ræða drög að samþykkt um hundahald og hinsvegar um kattahald og gæludýra annarra en hunda. Er sveitarfélaginu boðið að að meta hvort það vill gerast aðili að þessum samþykktum.

Freyr Ævarsson sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að sveitarfélagið gerist aðili að framlögðum samþykktum. Nefndin bendir á að sérstaklega þarf að taka tillit til munar milli dreifbýlis og þéttbýlis í samþykktunum. Eins þarf að leiðrétta í Samþykkt um kattahald og gæludýra annarra en hunda, að óheimilt er að halda kött í húsnæði þar sem enginn er búsettur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 278. fundur - 15.12.2014

Lagt er fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands dagsett 29.11. 2014 ásamt drögum að samþykktum, sem hafa farið til umsagnar hjá lögfræðingi og héraðsdýralækni. Annars vegar er um að ræða drög að samþykkt um hundahald og hinsvegar um kattahald og gæludýra annarra en hunda. Er sveitarfélaginu boðið að að meta hvort það vill gerast aðili að þessum samþykktum.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að sveitarfélagið gerist aðili að framlögðum samþykktum. Bæjarráð bendir á að sérstaklega þarf að taka tillit til munar milli dreifbýlis og þéttbýlis í samþykktunum, td. varðandi fjölda dýra. Eins ber að athuga í Samþykkt um kattahald og gæludýrahald annarra en hunda, að skv. núgildandi samþykkt er óheimilt að halda kött í húsnæði þar sem enginn er búsettur, en skv. drögunum er það fellt út.
Bæjarráð samþykkir að vísa drögunum til annarrar umræðu, með framangreindum athugasemdum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 279. fundur - 12.01.2015

Bæjarráð samþykkti við fyrri umræðu drög að samþykktinni á fundi sínum 15. des. sl. og vísaði henni síðan til annarrar umræðu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarráð samþykkir hér við aðra umræðu fyrirliggjandi drög að samþykkt um gæludýrahald á Fljótsdalshéraði, með þeim athugasemdum og ábendingum sem fram komu við fyrri umræðu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 24. fundur - 13.05.2015

Lögð eru fram drög að samþykktum um gæludýrahald og óskað eftir afstöðu sveitarfélagsins um að gerast aðili að þeim.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlögð drög.
Já sögðu 4 (EK, ÁB, PS og ÁK). Nei sagði 1 (GRE).

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 217. fundur - 20.05.2015

Lögð eru fram drög að samþykktum um gæludýrahald og óskað eftir afstöðu sveitarfélagsins um að gerast aðili að þeim.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlögð drög.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.