Umhverfis- og framkvæmdanefnd

13. fundur 10. desember 2014 kl. 17:00 - 19:50 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Ágústa Björnsdóttir aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Þórhallur Borgarson varamaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir því að bæta einu máli við dagskrána, sem er umsókn um byggingarleyfi - viðbygging við Valaskjálf og verður sá liður númer 14 í dagskránni.

1.Snjómokstur og hálkuvarnir á Fljótsdalshéraði.

Málsnúmer 201405156Vakta málsnúmer

Til umræðu er snjómokstur og hálkuvarnir á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að halda óbreyttu þjónustustigi við snjómokstur árið 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Vinnuskólinn bílamál

Málsnúmer 201409112Vakta málsnúmer

Til umræðu eru kaup á bíl fyrir vinnuskólann.
Málið var áður á dagskrá 23.09.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Almenningssamgöngur endurnýjun á samningi

Málsnúmer 201412032Vakta málsnúmer

Til umræðu er nýr samningur um almenningssamgögnur.


Málið er í vinnslu.

4.Skýrsla/Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á grágæsir

Málsnúmer 201411105Vakta málsnúmer

Lögð er fram skýrsla Landsvirkjunar LV-2014-096, Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á grágæsir.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar greinargóða skýrslu. Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

5.Snæfellshjörð - Áhrif náttúru og manna á líf Snæfellshjarðar

Málsnúmer 201411115Vakta málsnúmer

Lögð er fram skýrsla Náttúrustofu Austurlands nr. NA-140140 dagsett október 2014, Snæfellshjörð.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar greinargóða skýrslu. Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

6.Deiliskipulag Miðás(Suður,Brúnás)breyting

Málsnúmer 201412031Vakta málsnúmer

Fyrir liggur breyting á deiliskipulagi Miðás (suður og Brúnás), eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdrætti og í skipulags- og byggingarskilmálum.

Málið er í vinnslu.

7.Hundasvæði á Egilsstöðum

Málsnúmer 201412015Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dagsett 04.12.2014 þar sem Sara Ósk Halldórsdóttir kt.120687-2209 óskar eftir fyrir hundaeigendur á Egilsstöðum, góðu afmörkuðu svæði, sem hægt er að nota fyrir lausahlaup, göngutúra auk íþrótta sem gætu komið upp eins og hundafimi, hlýðnikeppnir og próf.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að afla frekari upplýsinga um hugmyndir bréfritara um fyrirhugað svæði og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Beiðni um að rífa sæluhús á Fagradal

Málsnúmer 201410070Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dagsett 07.10.2014 þar sem Steinunn Ingimarsdóttir f.h. Björgunarsveitarinnar Hérað, óskar eftir leyfi til að rífa Sæluhúsið á Fagradal. Málið var áður á dagskrá 26.11.2014.
Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar Íslands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að Sæluhúsið á Fagradal verði rifið.

Nefndin óskar eftir því að húsið verið teiknað upp og af því teknar myndir eins og óskað er eftir í umsögn Minjastofnunar frá 03.12.2014.

Eins og fram kemur í umsögn Minjastofnunar, þá stóðu eldri hús úr torfi og grjóti á þeim stað sem sæluhúsið stendur á, þær mannvistaleifar eru friðaðar fornleifar og gæta verður að því að þeim verði ekki raskað við niðurrif hússins.

Já sögðu 4 (EK, ÞB, ÁB og ÁK) nei sagði 1 (PS)

9.Samþykktir um gæludýrahald

Málsnúmer 201412001Vakta málsnúmer

Lagt er fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands dagsett 29.11.2014 ásamt drögum að samþykktum, sem hafa farið til umsagnar hjá lögfræðingi og héraðsdýralækni. Annars vegar er um að ræða drög að samþykkt um hundahald og hinsvegar um kattahald og gæludýra annarra en hunda. Er sveitarfélaginu boðið að að meta hvort það vill gerast aðili að þessum samþykktum.

Freyr Ævarsson sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að sveitarfélagið gerist aðili að framlögðum samþykktum. Nefndin bendir á að sérstaklega þarf að taka tillit til munar milli dreifbýlis og þéttbýlis í samþykktunum. Eins þarf að leiðrétta í Samþykkt um kattahald og gæludýra annarra en hunda, að óheimilt er að halda kött í húsnæði þar sem enginn er búsettur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um stofnun fasteignar í fasteignaskrá

Málsnúmer 201411170Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24.11.2014 þar sem Bjarni Stefánsson kt.030742-2819 óskar eftir stofnun fasteignar í fasteignaskrá skv.14.gr.laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna. Sótt er um að lóðirnar Úlfsstaðaskógur 22 og 23 verði sameinaðar og að heiti nýrrar lóðar verði Úlfsstaðaskógur 22.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í þjóðskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Þuríðarstaðir efnistökunáma

Málsnúmer 201403059Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð vegna opnununar tilboða í verkið Efnistaka við Eyvindará-rekstur námu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að hafna öllum framkomnum tilboðum í verkið Efnistaka við Eyvindará-rekstur námu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umsókn um stofnun fasteigna í fasteignaskrá - ný lóð

Málsnúmer 201411150Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 08.10.2014 þar sem Gunnlaugur Jónasson f.h. Egilsstaðahússins kt.700198-2869, sækir um stofnun fasteignar í fasteignaskrá skv.14.gr.laga nr. 6/2001 um skránngu og mat fasteigna samkvæmt meðfylgjandi lóðarblaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í þjóðskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Skógarlönd 3C,umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi

Málsnúmer 201411159Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dagsett 24.11.2014 þar sem Þorsteinn Ólafs f.h. VBS eignasafns hf. kt.621096-3039 óskar eftir endurnýjun á lóðarleigusamningi um lóðina Skógarlönd 3, en samningurinn rann út árið 2012.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að kalla eftir afstöðu VBS eignasafns hf. um málið í ljósi umræðna um mögulega höfnun á endurnýjun lóðarsamnings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Umsókn um byggingarleyfi - Viðbygging við Valaskjálf

Málsnúmer 201411109Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn umhverfis- og framkvæmdanefndar vegna umsóknar um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Valaskjálf.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við þann hluta fyrirhugaðrar byggingar, sem er innan byggingarreits samkvæmt gildandi deiliskipulagi fyrir lóðina. Nefndin bendir lóðarhafa á að hægt er að sækja um breytingu á deiliskipulaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:50.