Erindi í tölvupósti dagsett 07.10.2014 þar sem Steinunn Ingimarsdóttir f.h. Björgunarsveitarinnar Hérað, óskar eftir leyfi til að rífa Sæluhúsið á Fagradal.
Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu þar sem ekki liggur fyrir samþykki skráðs eiganda.
Erindi í tölvupósti dagsett 07.10.2014 þar sem Steinunn Ingimarsdóttir f.h. Björgunarsveitarinnar Hérað, óskar eftir leyfi til að rífa Sæluhúsið á Fagradal. Málið var áður á dagskrá 12.11.2014. Sæluhúsið hefur verið skráð á Björgunarsveitina Hérað í Þjóðskrá.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu og felur starfsmanni að kalla eftir umsögn Minjaverndar.
Erindi í tölvupósti dagsett 07.10.2014 þar sem Steinunn Ingimarsdóttir f.h. Björgunarsveitarinnar Hérað, óskar eftir leyfi til að rífa Sæluhúsið á Fagradal. Málið var áður á dagskrá 26.11.2014. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar Íslands.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að Sæluhúsið á Fagradal verði rifið.
Nefndin óskar eftir því að húsið verið teiknað upp og af því teknar myndir eins og óskað er eftir í umsögn Minjastofnunar frá 03.12.2014.
Eins og fram kemur í umsögn Minjastofnunar, þá stóðu eldri hús úr torfi og grjóti á þeim stað sem sæluhúsið stendur á, þær mannvistaleifar eru friðaðar fornleifar og gæta verður að því að þeim verði ekki raskað við niðurrif hússins.
Erindi í tölvupósti dagsett 07.10. 2014 þar sem Steinunn Ingimarsdóttir f.h. Björgunarsveitarinnar Hérað, óskar eftir leyfi til að rífa Sæluhúsið á Fagradal. Málið var áður á dagskrá 26.11. 2014. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar Íslands.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að Sæluhúsið á Fagradal verði rifið. Óskað er eftir því að húsið verið fyrst teiknað upp og af því teknar myndir, eins og farið er fram á í umsögn Minjastofnunar frá 03.12. 2014. Eins og fram kemur í umsögn Minjastofnunar, þá stóðu eldri hús úr torfi og grjóti á þeim stað sem sæluhúsið stendur. Þær mannvistaleifar eru friðaðar fornleifar og gæta verður að því að þeim verði ekki raskað við niðurrif hússins.
Tillagan samþykkt með 2 atkvæðum, en 1 var á móti (SBS)
Lagður fram tölvupóstur, dags. 15. jan. 2015 frá Hjörleifi Guttormssyni með hugmyndum um varðveislu sæluhússins á Fagradal og upplýsingagjöf um sögu sæluhúsa á þessum stað.
Bæjarráð hefur þegar samþykkt heimild til handa eigenda hússins um niðurrif þess, samkvæmt beiðni hans. Björgunarsveitin Hérað er núverandi eigandi hússins og því er framvinda málsins í höndum hennar. Að mati bæjarráðs eru tillögur bréfritara þó allrar athygli verðar og hvetur bæjarráð til þess að bréfritari taki þær upp við eigenda hússins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu þar sem ekki liggur fyrir samþykki skráðs eiganda.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.