Hundasvæði á Egilsstöðum

Málsnúmer 201412015

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 13. fundur - 10.12.2014

Erindi í tölvupósti dagsett 04.12.2014 þar sem Sara Ósk Halldórsdóttir kt.120687-2209 óskar eftir fyrir hundaeigendur á Egilsstöðum, góðu afmörkuðu svæði, sem hægt er að nota fyrir lausahlaup, göngutúra auk íþrótta sem gætu komið upp eins og hundafimi, hlýðnikeppnir og próf.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að afla frekari upplýsinga um hugmyndir bréfritara um fyrirhugað svæði og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 20. fundur - 25.03.2015

Erindi í tölvupósti dagsett 04.12.2014 þar sem Sara Ósk Halldórsdóttir kt.120687-2209 óskar eftir fyrir hundaeigendur á Egilsstöðum, góðu afmörkuðu svæði, sem hægt er að nota fyrir lausahlaup, göngutúra auk íþrótta sem gætu komið upp eins og hundafimi, hlýðnikeppnir og próf.
Fyrir liggur tölvupóstur dags.16.03.2015 ásamt skissu af fyrirkomulagi.
Málið var áður á dagskrá 10.12.2015.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að boðað verði til fundar með hundaeigendum til að ræða málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 30. fundur - 26.08.2015

Halldórsdóttir kt.120687-2209 óskar eftir fyrir hundaeigendur á Egilsstöðum, góðu afmörkuðu svæði, sem hægt er að nota fyrir lausahlaup, göngutúra auk íþrótta sem gætu komið upp eins og hundafimi, hlýðnikeppnir og próf.
Fyrir liggur tölvupóstur dags.16.03.2015 ásamt skissu af fyrirkomulagi. Málið var áður á dagskrá 25.03.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar í fyrri bókun nefndarinnar um fund með hagsmunaaðilum.
Nefndin hvetur hundeigendur til að mynda félag, sem komið gæti að samráði um gerð hundasvæðis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 222. fundur - 02.09.2015

Sara Ósk Halldórsdóttir kt.120687-2209 óskar eftir fyrir hundaeigendur á Egilsstöðum, góðu afmörkuðu svæði, sem hægt er að nota fyrir lausahlaup, göngutúra, auk íþrótta sem gætu komið upp eins og hundafimi, hlýðnikeppnir og próf.
Fyrir liggur tölvupóstur dags.16.03. 2015 ásamt skissu af fyrirkomulagi. Málið var áður á dagskrá 25.03.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og vísar í fyrri bókun nefndarinnar um fund með hagsmunaaðilum.
Jafnframt eru hundeigendur hvattir til að mynda félag, sem komið gæti að samráði um gerð hundasvæðis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.