Snjómokstur og hálkuvarnir á Fljótsdalshéraði.

Málsnúmer 201405156

Vakta málsnúmer

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 117. fundur - 28.05.2014

Til umræðu er Snjómokstur og hálkuvarnir á Fljótsdalshéraði, nýr samningur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela starfsmönnum að setja í gang undirbúningsvinnu vegna fyrirkomlags snjómoksturs og hálkuvarna á Fljótsdalshéraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 4. fundur - 13.08.2014

Til umræðu er fyrirkomulag snjóhreinsunarútboðs. Fyrir liggur minnisblað gert af VERKÍS.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að hafin verði vinna við gerð útboðsgagna samkvæmt lið 4.2 í minnisblaðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 201. fundur - 20.08.2014

Til umræðu á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var fyrirkomulag snjóhreinsunarútboðs. Fyrir liggur minnisblað gert af VERKÍS.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að hafin verði vinna við gerð útboðsgagna samkvæmt lið 4.2 í minnisblaðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 9. fundur - 08.10.2014

Fyrir liggur fundargerð fundar dags.24.09.2014 þar sem rædd var framlenging verksamnings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Á 117. fundi skipulags- og mannvirkjanefnar 28.05.2014 var til umræðu undirbúningur útboðs og á 4. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar 13.08.2014 var samþykkt að bjóða út snjómokstur í hluta sveitarfélagsins.
Í ljósi nýrra upplýsinga og samspils verktakasamninga þá leggur nefndin til við bæjarstjórn að verktakasamningar við Þ.S verktaka og Bólholt verði framlengdir.
Á næsta ári verði verkið "snjómokstur og hálkuvarnir" í öllu sveitarfélaginu boðið út á grundvelli fyrri samþykktar nefndarinnar.

Samþykkir tillögunni eru 4 (EK, ÞH, ÁB og ÁK),
1 er á móti (PS).

Páll Sigvaldason leggur fram eftirfarandi bókun:
Ég tel að nefndin eigi að standa við bókun frá fundi 13.08.2014.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 205. fundur - 15.10.2014

Fyrir fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar lá fundargerð fundar dags.24.09.2014 þar sem rædd var framlenging verksamnings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Á 117. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar 28.05. 2014 var til umræðu undirbúningur útboðs og á 4. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar 13.08. 2014 var samþykkt að bjóða út snjómokstur í hluta sveitarfélagsins.
Í ljósi nýrra upplýsinga og samspils verktakasamninga þá samþykkir bæjarstjórn, að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar, að verktakasamningar við Þ.S verktaka og Bólholt verði framlengdir.
Á næsta ári verði verkið "snjómokstur og hálkuvarnir" í öllu sveitarfélaginu boðið út á grundvelli fyrri samþykktar nefndarinnar.

Samþykkt með 6 atkvæðum meirihluta en 3 fulltrúar minnihluta greiddu atkvæði á móti.

Páll Sigvaldason lagði fram eftirfarandi bókun fh. B-listans.
Fulltrúar B-lista telja ekkert komið fram sem réttlætir að hverfa frá fyrri ákvörðun bæði fagnefndar og bæjarstjórnar í málinu og leggjast því gegn tillögunni eins og hún liggur fyrir.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 13. fundur - 10.12.2014

Til umræðu er snjómokstur og hálkuvarnir á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að halda óbreyttu þjónustustigi við snjómokstur árið 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 278. fundur - 15.12.2014

Til umræðu á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var snjómokstur og hálkuvarnir á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að halda óbreyttu þjónustustigi við snjómokstur árið 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.