Umsókn um stöðuleyfi vegna skúrbyggingar yfir dælubrunn

Málsnúmer 201303079

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 94. fundur - 24.04.2013

Erindi í tölvupósti dags.14.03.2013 þar sem Andri Guðlaugsson fyrir hönd Hitaveitu Egilsstaða og Fella kt.470605-1110, sækir um ótímabundið stöðuleyfi fyrir skúrbyggingu yfir dælubrunn, sem stendur við gatnamót Hamragerðis og Bláargerðis. Fyrir liggur teikning af skúrnum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem byggingarreglugerðin heimilar ekki stöðuleyfi fyrir fyrirhugaðri byggingu, þá samþykkir Skipulags- og manvirkjanefnd að fela skipulags og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir skúrnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 177. fundur - 08.05.2013

Erindi í tölvupósti dags.14.03.2013 þar sem Andri Guðlaugsson fyrir hönd Hitaveitu Egilsstaða og Fella kt.470605-1110, sækir um ótímabundið stöðuleyfi fyrir skúrbyggingu yfir dælubrunn, sem stendur við gatnamót Hamragerðis og Bláargerðis. Fyrir liggur teikning af skúrnum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem byggingarreglugerðin heimilar ekki stöðuleyfi fyrir fyrirhugaðri byggingu, þá samþykkir bæjarstjórn að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar að fela skipulags og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir skúrnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.