Liður 1 í fundargerð skipulags- og mannvirkjanefndar dagsettri 24. apríl 2013, vegna umsóknar um rekstrarleyfi til sölu gistingar og/eða veitinga.
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs þann 19. apríl 2013 var eftirfarandi erindi tekið fyrir: Sýslumaðurinn á Seyðisfirði kt. 490169-5479, óskar eftir umsögn með erindi dagsettu 10.04.2013, vegna umsóknar Gráa hundsins ehf. um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, tegund veitingahús, að Miðvangi 2-4 Egilsstöðum.
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu." Byggingarfulltrúi mælir með veitingu leyfisins fyrir sitt leyti. Bókun þessi var staðfest af skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs þann 24. apríl. 2013.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.