Varðandi lið K1, bréf frá stjórn húsfélagsins um ónæði sem íbúar hússins verða fyrir vegna hávaða sem berst um húsið frá starfsemi í Hlymsdölum, er málinu vísað til félagsmálanefndar til umfjöllunar.
Varðandi lið K2, bréf frá stjórn húsfélagsins um skort á bílastæðum og hugmyndir um að taka aftur hluta svæðisins sem minigolfið var sett niður á og breyta því í bílastæði, uppsetningu leiðbeiningarskilta og fl., er málinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til meðferðar.
Erindi dagsett 15.04.2013 þar sem Jónina Salný Guðmundsdóttir fyrir hönd húsfélags Miðvangs 6, ítrekar beiðni til Fljótsdalshéraðs um að komið verði í veg fyrir þann hávaða sem skapast þegar borðum og stólum er ýtt til í Hlymsdölum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að gerð verði tilraun með að færa aðra gerð stóla í eigu sveitarfélagsins í Hlymsdali. Nefndin telur að notkun Hlymsdala eigi að miðast við félagsstarf eldriborgara.
Erindi dagsett 15.04.2013 þar sem Jónina Salný Guðmundsdóttir fyrir hönd húsfélags Miðvangs 6, ítrekar beiðni til Fljótsdalshéraðs um að komið verði í veg fyrir þann hávaða sem skapast þegar borðum og stólum er ýtt til í Hlymsdölum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að gerð verði tilraun með að færa aðra gerð stóla í eigu sveitarfélagsins í Hlymsdali.
Varðandi lið K1, bréf frá stjórn húsfélagsins um ónæði sem íbúar hússins verða fyrir vegna hávaða sem berst um húsið frá starfsemi í Hlymsdölum, er málinu vísað til félagsmálanefndar til umfjöllunar.
Varðandi lið K2, bréf frá stjórn húsfélagsins um skort á bílastæðum og hugmyndir um að taka aftur hluta svæðisins sem minigolfið var sett niður á og breyta því í bílastæði, uppsetningu leiðbeiningarskilta og fl., er málinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til meðferðar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar